David Beckham náði goðsagnakenndu Spice Girls augnabliki á filmu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 13:30 Hinar goðsagnakenndu Kryddpíur tóku lagið saman um helgina, aðeins nokkrum dögum eftir að þær gáfu út afmælisplötuna Spiceworld 25. Getty/Jeff Kravitz Myndskeið sem fótboltamaðurinn David Beckham birti á Instagram í gær hefur vakið mikla athygli. Á myndskeiðinu má sjá hinar goðsagnakenndu Kryddpíur samankomnar í góðum gír að taka Spice Girls smellinn vinsæla Say You'll Be There. Þær Mel C, Victoria Beckham, Emma Bunton og Geri Halliwell voru samankomnar um helgina til þess að fagna síðbúnu fimmtugsafmæli Geri eða Ginger Spice. Kryddpían Mel B, eða Scary Spice, var þó fjarri góðu gamni í þetta skiptið. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi tekið yfir dansgólfið þegar lagið Say You'll Be There var spilað. Þær sungu og dönsuðu með og höfðu greinilega engu gleymt. „Það var svo dásamlegt að fagna Ginger um helgina en jafnvel enn dásamlegra að ná þessu augnabliki hjá stelpunum. Vinkonur til lífstíðar,“ skrifaði David Beckham, eiginmaður Victoriu, Posh Spice. Tók hann fram að Mel B hafi verið sárt saknað. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham) Það er óhætt að segja að hljómsveitin Spice Girls hafi verið ein vinsælasta stúlknasveit heims. Þær störfuðu til ársins 2001, en komu þó fram nokkrum sinnum eftir það. Sveitin kom svo saman árið 2019, þá í fyrsta skipti í ellefu ár, og fór á tónleikaferðalag um Bretlandseyjar. Þær voru þó aðeins fjórar, því Victoria ákvað að taka ekki þátt. Sveitin fór á tónleikaferðalag um Bretlandseyjar árið 2019. Victoria Beckham, Posh Spice, var þó ekki með.Getty/Dave J Hogan „Við verðum að gera þetta aftur“ Hljómsveitin átti svo 25 ára afmæli á síðasta ári og bjuggust þá margir við því að sveitin myndi taka saman á ný og halda afmælistónleika. Svo varð þó ekki, en bæði Baby Spice og Sporty Spice hafa sagt það í viðtölum að það hafi staðið til, en heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Við erum að ræða þetta. Við erum stöðugt að ræða þetta. Það var alltaf ætlunin. Við héldum þessa æðislegu tónleika á Bretlandseyjum fyrir tveimur árum. Það var það besta sem við höfum nokkurn tíman gert. Sköpunarkrafturinn var ótrúlegur og þetta var svo gaman. Við verðum að gera þetta aftur,“ sagði Mel C eða Sporty Spice í viðtali í The Ellen DeGeneres Show í fyrra. Nú í nóvember kom svo út sérstök afmælisútgáfa af metsöluplötunni Spiceworld. Platan, sem ber heitið Spiceworld 25, inniheldur tíu vinsælustu lög sveitarinnar, ásamt remix útgáfum og áður óútgefnu efni. Það varð allt vitlaust þegar Kryddpíurnar komu fram á lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012 sem fóru fram í London.Getty/Jeff J Mitchell Vinna í því að ná Victoriu aftur Platan kom út á Spotify á föstudaginn síðasta og aðeins þremur dögum seinna birti Beckham myndbandið af stelpunum syngja saman. Myndbandið þótti sérstaklega merkilegt í ljósi þess að þar virtist Victoria njóta þess að syngja með stelpunum. Hún hefur ekki sungið með sveitinni síðan á Ólympíuleikunum árið 2012. „Við erum að vinna í því að fá Victoriu aftur. Ég get ekki gefið upp neinn nákvæman tíman, en þetta er eitthvað sem okkur langar til að gera. Við erum að reyna koma þessu í kring. Victoria er alltaf höfð með í öllum ákvarðanatökum. Við viljum bara að hún sé hamingjusöm, en það er draumur okkar að ná henni aftur,“ sagði Mel C í viðtali við tímaritið People fyrir ári síðan. Miðað við myndskeiðið af stelpunum er aldrei að vita nema sá draumur gæti ræst. Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Hollywood Tengdar fréttir Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. 15. september 2022 08:30 Kryddpíur í raunveruleikaþætti Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle. 14. maí 2022 13:30 Victoria tjáir sig um tónleikaferðalag Spice Girls Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma Spice Girls tilkynnti fyrsta tónleikaferðalag sveitarinnar í meira en áratug í gær. 6. nóvember 2018 14:30 Spice Girls komu af stað orðrómi um endurkomu með nýrri mynd Spice Girls söngkonurnar fimm hittust á fundi í dag. 2. febrúar 2018 17:28 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira
Þær Mel C, Victoria Beckham, Emma Bunton og Geri Halliwell voru samankomnar um helgina til þess að fagna síðbúnu fimmtugsafmæli Geri eða Ginger Spice. Kryddpían Mel B, eða Scary Spice, var þó fjarri góðu gamni í þetta skiptið. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi tekið yfir dansgólfið þegar lagið Say You'll Be There var spilað. Þær sungu og dönsuðu með og höfðu greinilega engu gleymt. „Það var svo dásamlegt að fagna Ginger um helgina en jafnvel enn dásamlegra að ná þessu augnabliki hjá stelpunum. Vinkonur til lífstíðar,“ skrifaði David Beckham, eiginmaður Victoriu, Posh Spice. Tók hann fram að Mel B hafi verið sárt saknað. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham) Það er óhætt að segja að hljómsveitin Spice Girls hafi verið ein vinsælasta stúlknasveit heims. Þær störfuðu til ársins 2001, en komu þó fram nokkrum sinnum eftir það. Sveitin kom svo saman árið 2019, þá í fyrsta skipti í ellefu ár, og fór á tónleikaferðalag um Bretlandseyjar. Þær voru þó aðeins fjórar, því Victoria ákvað að taka ekki þátt. Sveitin fór á tónleikaferðalag um Bretlandseyjar árið 2019. Victoria Beckham, Posh Spice, var þó ekki með.Getty/Dave J Hogan „Við verðum að gera þetta aftur“ Hljómsveitin átti svo 25 ára afmæli á síðasta ári og bjuggust þá margir við því að sveitin myndi taka saman á ný og halda afmælistónleika. Svo varð þó ekki, en bæði Baby Spice og Sporty Spice hafa sagt það í viðtölum að það hafi staðið til, en heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Við erum að ræða þetta. Við erum stöðugt að ræða þetta. Það var alltaf ætlunin. Við héldum þessa æðislegu tónleika á Bretlandseyjum fyrir tveimur árum. Það var það besta sem við höfum nokkurn tíman gert. Sköpunarkrafturinn var ótrúlegur og þetta var svo gaman. Við verðum að gera þetta aftur,“ sagði Mel C eða Sporty Spice í viðtali í The Ellen DeGeneres Show í fyrra. Nú í nóvember kom svo út sérstök afmælisútgáfa af metsöluplötunni Spiceworld. Platan, sem ber heitið Spiceworld 25, inniheldur tíu vinsælustu lög sveitarinnar, ásamt remix útgáfum og áður óútgefnu efni. Það varð allt vitlaust þegar Kryddpíurnar komu fram á lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012 sem fóru fram í London.Getty/Jeff J Mitchell Vinna í því að ná Victoriu aftur Platan kom út á Spotify á föstudaginn síðasta og aðeins þremur dögum seinna birti Beckham myndbandið af stelpunum syngja saman. Myndbandið þótti sérstaklega merkilegt í ljósi þess að þar virtist Victoria njóta þess að syngja með stelpunum. Hún hefur ekki sungið með sveitinni síðan á Ólympíuleikunum árið 2012. „Við erum að vinna í því að fá Victoriu aftur. Ég get ekki gefið upp neinn nákvæman tíman, en þetta er eitthvað sem okkur langar til að gera. Við erum að reyna koma þessu í kring. Victoria er alltaf höfð með í öllum ákvarðanatökum. Við viljum bara að hún sé hamingjusöm, en það er draumur okkar að ná henni aftur,“ sagði Mel C í viðtali við tímaritið People fyrir ári síðan. Miðað við myndskeiðið af stelpunum er aldrei að vita nema sá draumur gæti ræst.
Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Hollywood Tengdar fréttir Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. 15. september 2022 08:30 Kryddpíur í raunveruleikaþætti Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle. 14. maí 2022 13:30 Victoria tjáir sig um tónleikaferðalag Spice Girls Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma Spice Girls tilkynnti fyrsta tónleikaferðalag sveitarinnar í meira en áratug í gær. 6. nóvember 2018 14:30 Spice Girls komu af stað orðrómi um endurkomu með nýrri mynd Spice Girls söngkonurnar fimm hittust á fundi í dag. 2. febrúar 2018 17:28 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira
Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. 15. september 2022 08:30
Kryddpíur í raunveruleikaþætti Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle. 14. maí 2022 13:30
Victoria tjáir sig um tónleikaferðalag Spice Girls Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma Spice Girls tilkynnti fyrsta tónleikaferðalag sveitarinnar í meira en áratug í gær. 6. nóvember 2018 14:30
Spice Girls komu af stað orðrómi um endurkomu með nýrri mynd Spice Girls söngkonurnar fimm hittust á fundi í dag. 2. febrúar 2018 17:28