Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 17:56 Kirkjufell, og Grundarfjörður, í vetrarskrúða. Vísir/Egill Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“ Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15