Vilja að einn milljarður dollara í Bitcoin verði gerður upptækur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 21:45 Skjáskot af vefsíðunni Silkroad Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að um einn milljarður dollara í rafmyntinni Bitcoin sem stolið var frá sölusíðunni Silk Road, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, verði gerður upptækur Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45
Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00
Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01
Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02