Vilja að einn milljarður dollara í Bitcoin verði gerður upptækur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 21:45 Skjáskot af vefsíðunni Silkroad Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að um einn milljarður dollara í rafmyntinni Bitcoin sem stolið var frá sölusíðunni Silk Road, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, verði gerður upptækur Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45
Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00
Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01
Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02