Tapaði fjallgönguástríðunni eftir áföll Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. vilborg arna „Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan. Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.
Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12