Edda náði sínum besta árangri á Bermúda Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir kann greinilega vel við sig á Bermúdaeyjum. Instagram/@eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir tók í gær stórt stökk upp listann sem ræður því hvaða þríþrautarkonur keppa á Ólympíuleikunum í París 2024, þegar hún keppti á móti á Bermúda. Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira