Spurði Anníe Mist hvort hún væri ófrísk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágústmánuði 2020. Skjámynd/Instagram/@ Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur áður skrifað um það að hún sé viðkvæm fyrir því hvernig maginn hennar lítur út, eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það hjálpar heldur ekki til að vera að fá sífelldar athugasemdir um hvernig maginn hennar lítur út. Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Anníe Mist hefur sýnt magnaða framgöngu í endurkomu sinni eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu. Hún vann á dögunum sín önnur silfurverðlaun á Rogue Invitational stórmótinu eftir að hún varð mamma og hefur bæði keppt á heimsleikunum sem einstaklingur og sem hluti að liði. Á leiðinni heim til Íslands eftir Rogue Invitational mótið í Texas lenti Anníe Mist enn á ný í því að fá athugasemd um magann sinn en Anníe Mist skrifaði um þetta á samfélagsmiðlum sínum. „Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist á ensku. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég var á flugvellinum á leiðinni heim eftir Rogue. Mér leið nokkuð vel eftir að hafa setið fyrir á nokkrum myndum með fólki. Ég var kominn í gegnum öryggisleitina og var að ganga með Freyju til að geta keypt sólarvörn,“ skrifaði Anníe. „Ég finn það út að ég þarf að fara að afgreiðsluborðinu og konan sem vinnur þar bendir á magann á mér og spyr: Ertu með annað barn þarna inni,“ skrifaði Anníe. Reynir að láta þetta ekki hafa áhrif „Mér hefur ekki liðið betur með líkamann minn í keppni eftir að ég eignaðist Freyju og nú eru liðin tvö ár. Ég svaraði nei og svo fann ég til með henni og sagði að ég væri með bil á milli kviðvöðva sem veldur því að maginn minn stendur stundum út,“ skrifaði Anníe. „Ég var þrisvar sinnum spurð að þessu á fyrsta árinu eftir að ég eignaðist Freyju og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig vitandi það að ég er enn að jafna mig,“ skrifaði Anníe. „Fjórða skiptið var á Spáni þar sem ég var í bikiní á svölunum. Þetta var eftir heimsleikana 2021 og kona spyr mig að því hvað ég sé langt komin. Ég reyni aftur að hrista þetta af mér með því að segja að ég sé bara með bil á milli kviðvöðva og þess vegna líti maginn minn ekki fullkomlega út,“ skrifaði Anníe og hélt áfram. „Þetta særði mig“ „Þetta særði mig. Ég setti strax eitthvað yfir magann og settist niður með Freyju. Það féllu jafnvel nokkur tár. Við vorum að plana það að fara í sund en mér langaði ekki til þess lengur. Þá fór ég að hugsa. Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig. Hvað myndi ég segja við mömmu mína, vinkonu eða Freyju ef einhver segði þetta við þær? Ef ég ætla að setja Freyju að leyfa ekki öðrum að draga sig niður þá verð ég að sýna rétta fordæmið sjálf,“ skrifaði Anníe. „Ég fór því aftur úr skyrtunni og gekk stolt í átta að sundlauginni með stelpunni minni. Það var ekki auðvelt en mér leið betur að taka með þessu valdið í þessum aðstæðum,“ skrifaði Anníe. Það má lesa allan pistil Anníe hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira