Noregur og Svíþjóð bæði með fullt hús stiga á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 23:01 Stine Bredal Oftedal í kröppum dansi gegn varnarmönnum Sviss í leiknum í dag. Vísir/Getty Noregur og Svíþjóð eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki þjóðanna á Evrópumóti kvenna í handknattleik en mótið fer fram í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi. Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar var algjöran yfirburðasigur á Sviss í dag þar sem lokatölur urðu 38--21. Noregur var strax komið með tíu marka forskot í hálfleik og liðið er nú komið með fjögur stig í A-riðli en Sviss hefur tapað báðum sínum leikjum. Stine Bredal Oftedal skoraði sex mörk fyrir Noreg í leiknum og Silje Solberg markvörður liðsins varði nærri helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Í hinum leiknum í A-riðli vann Króatía sigur á Ungverjum en króatíska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Noregi í fyrstu umferðinni á meðan Ungverjar unnu Sviss. Það var fremur lítið skorað í viðureign liðanna en Króatía leiddi 10-7 í hálfleik. Þær héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum 21-18 sigur og eru þar með komnar á blað í keppninni. Valentina Blazevic var langmarkahæst hjá Króatíu í dag með níu mörk en Viktoria Lukacs skoraði fjögur fyrir Ungverjaland. Þá átti Tea Pijevic stórleik í marki Króatíu. Svíar eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir sigur á heimakonum frá Slóveníu í dag. Slóvenía náði því ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dönum í fyrstu umferðinni. Svíar leiddu 14-13 í hálfleik í dag en í síðari hálfleik gjörsamlega pökkuðu þær Slóvenunum saman og unnu að lokum 33-22 sigur. Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir Svíþjóð í leiknum og Jamina Roberts átta. Ana Gros var markahæst hjá Slóveníu með fimm mörk. Danir voru ekki lengi að hrista af sér tapið gegn Slóveníu og unnu stórsigur á Serbíu. Danir leiddu 18-11 í hálfleik og héldu svo áfram í síðari hálfleik og unnu að lokum 34-21 sigur. Sarah Iversen, Kathrine Heindahl og Trine Jensen Östergaard skoruðu allar fjögur mörk fyrir Dani í dag og bæði Sandra Toft og Rebecca Reinhardt voru frábærar í markinu. Á morgun fara fram þrír leikir. Þýskaland tekur á móti Svartfellingum, Spánn á móti Póllandi og þá mætast lið Rúmeníu og Frakklands. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar var algjöran yfirburðasigur á Sviss í dag þar sem lokatölur urðu 38--21. Noregur var strax komið með tíu marka forskot í hálfleik og liðið er nú komið með fjögur stig í A-riðli en Sviss hefur tapað báðum sínum leikjum. Stine Bredal Oftedal skoraði sex mörk fyrir Noreg í leiknum og Silje Solberg markvörður liðsins varði nærri helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Í hinum leiknum í A-riðli vann Króatía sigur á Ungverjum en króatíska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Noregi í fyrstu umferðinni á meðan Ungverjar unnu Sviss. Það var fremur lítið skorað í viðureign liðanna en Króatía leiddi 10-7 í hálfleik. Þær héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum 21-18 sigur og eru þar með komnar á blað í keppninni. Valentina Blazevic var langmarkahæst hjá Króatíu í dag með níu mörk en Viktoria Lukacs skoraði fjögur fyrir Ungverjaland. Þá átti Tea Pijevic stórleik í marki Króatíu. Svíar eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir sigur á heimakonum frá Slóveníu í dag. Slóvenía náði því ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dönum í fyrstu umferðinni. Svíar leiddu 14-13 í hálfleik í dag en í síðari hálfleik gjörsamlega pökkuðu þær Slóvenunum saman og unnu að lokum 33-22 sigur. Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir Svíþjóð í leiknum og Jamina Roberts átta. Ana Gros var markahæst hjá Slóveníu með fimm mörk. Danir voru ekki lengi að hrista af sér tapið gegn Slóveníu og unnu stórsigur á Serbíu. Danir leiddu 18-11 í hálfleik og héldu svo áfram í síðari hálfleik og unnu að lokum 34-21 sigur. Sarah Iversen, Kathrine Heindahl og Trine Jensen Östergaard skoruðu allar fjögur mörk fyrir Dani í dag og bæði Sandra Toft og Rebecca Reinhardt voru frábærar í markinu. Á morgun fara fram þrír leikir. Þýskaland tekur á móti Svartfellingum, Spánn á móti Póllandi og þá mætast lið Rúmeníu og Frakklands.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira