Lífið

Létu Jóhönnu Guð­rúnu og Sverri Berg­mann skiptast á lögum

Tinni Sveinsson skrifar
Jóhanna Guðrún gaf ekkert eftir, flutti lag Sverris af fullum krafti.
Jóhanna Guðrún gaf ekkert eftir, flutti lag Sverris af fullum krafti. Vísir

Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann skiptust á lögum í Vetrarbingó Blökastsins. Jóhanna tók Án þín og Sverrir tók Is it true? Þau lögðu allt í sönginn og negldu lag hvors annars.

Vetrarbingó Blökastsins fór fram í beinni útsendingu á Vísi í kvöld. Þúsundir tóku þátt. Auddi og Steindi voru bingóstjórar og dældu út risavinningum til heppinna þátttakenda.

Líkt og í síðustu bingóþáttum þeirra félaga var boðið upp á tónlistaratriði. Að þessu sinni mættu Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann og tóku lagið.

Eurovision-negla og partístandard

Að beiðni Audda skiptust Jóhanna og Sverrir á sínum þekktustu lögum en hann segist hafa suðað í þeim í langan tíma að gera það.

Úr varð að Sverrir söng Is It True?, Eurovision-lag Jóhönnu frá 2009. Jóhanna söng síðan slagarann Án þín, sem Sverrir gerði frægt árið 2000 og hefur verið partístandard hjá þjóðinni síðan.

Halldór Gunnar spilaði undir af sinni alkunnu snilld. Hvorki Jóhanna né Sverrir gáfu tommu eftir í flutningnum sem sjá má hér fyrir neðan.

Klippa: Sverrir Bergmann - Is it true?
Klippa: Jóhanna Guðrún - Án þín

Tengdar fréttir

Vetrar­bingó Blökastsins í beinni út­sendingu í kvöld

Vetrarbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20. Glæsilegir vinningar eru í boði. Sérstakir gestir verða Jóhanna Guðrún, Halldór Gunnar og Sverrir Bergmann, sem taka lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×