Guðlaugur Þór tók mér opnum örmum Eiður Welding skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar