„Við þurfum að verja Valhöll“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 19:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mikill rokkaðdáandi. Hann hefur jafnan dálæti á textasmíð íslenskra þungarokkssveita. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira