„Við þurfum að verja Valhöll“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 19:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mikill rokkaðdáandi. Hann hefur jafnan dálæti á textasmíð íslenskra þungarokkssveita. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira