Farið hefur fé betra: Bless ríkisstjórn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðbrandur Einarsson Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun