Pep Guardiola um hinn sautján ára Rico Lewis: Við gefum engar gjafir hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Rico Lewis fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gær. Getty/Marc Atkins Rico Lewis varð í gærkvöldi annar yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigurleik Manchester City á móti Sevilla. Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira