Leikjavísir

Ný sýndar­veru­leika­gler­augu PlaySta­tion á leiðinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gleraugun koma í verslanir í febrúar á næsta ári.
Gleraugun koma í verslanir í febrúar á næsta ári. PlayStation

Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation koma á markað í febrúar á næsta ári. Gleraugun munu kosta tæpar áttatíu þúsund krónur.

Gleraugun bera hið einfaldanafn PlayStation VR2 en fyrri útgáfa PlayStation, PlayStation VR, kom út árið 2016. Þau voru sérstaklega hönnuð fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna en árið 2020 kom ný útgáfa tölvunnar út, PlayStation 5. Nýju gleraugun eru sérstaklega hönnuð fyrir hana. 

Með nýju gleraugunum vonast PlayStation eftir því að notendur njóti einstakrar upplifunar en búið er að gera miklar uppfærslur á hljóðkerfi, stýripinnum og augnhreyfingaskynjurum gleraugnanna. Í tilkynningu á vef PlayStation segir að gleraugun hafi verið hönnuð með þægindin í fyrirrúmi.

Búist er við því að allt að tuttugu sýndarveruleikaleikir verði tilbúnir til spilunar í gleraugunum þegar þau fara í sölu. Hægt verður að forpanta gleraugun frá og með 15. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×