Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 18:44 Frá mótmælum vegna skorts á leikskólaplássum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hildur Björnsdóttir (t.h.) oddviti Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33