Góð í krísu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 15:30 Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar