Stærsti hluthafi Century Aluminum styður ekki viðskiptabann á rússneskt ál
Eigandi 46 prósent hlutafjár Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls við Grundartanga, leggst gegn því að vestræn stjórnvöld leggi viðskiptabann á rússneskt ál. Stórir álframleiðendur á heimsvísu hafa kallað eftir því að viðskipti með rússneska málma verði settar hömlur líkt og gert hefur verið með ýmsar aðrar hrávörur.
Tengdar fréttir
Raforkuverð til Rio Tinto á Íslandi hækkar vegna verðbólgu í Bandaríkjunum
Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.