Meintar rannsóknir blóðmerahalds ekki til Rósa Líf Darradóttir skrifar 31. október 2022 10:31 Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun