Setur Viðreisn í vanda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. október 2022 09:00 Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar