Skagamaður gerði allt vitlaust í London Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2022 07:30 Dagur Jóhannsson tryllti lýðinn á The Valley á laugardaginn. Heimasíða Charlton/Ben Peters/Focus Images Víkingaklapp, runkarabending og ömurleg skottilraun komu við sögu hjá Degi Jóhannssyni sem varð á örfáum sekúndum vinsælasti maðurinn á The Valley, heimavelli enska C-deildarliðsins Charlton, á laugardaginn var. Dagur var á meðal áhorfenda á leik Charlton Athletic og Ipswich Town á laugardaginn, ásamt níu manna föruneyti Skagamanna sem höfðu það þó að meginmarkmiði við ferðaáætlanir sínar að fara á ýmist á NFL-leik milli Jacksonville Jaguars og Denver Broncos á Wembley eða leik Arsenal við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudeginum. Þeir þurftu þó að finna einhvern íþróttaviðburð á laugardeginum og fyrir valinu varð leikur Charlton og Ipswich – The Herminator Derby – kallaður af sumum, enda tvö lið sem fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson spilaði fyrir á meðan þau voru í efstu deild snemma á þessari öld. Félagarnir af Skaganum fengu VIP-meðferð á vellinum. Efri röð: Andri Geir, Geir, Birkir, Arnþór Ingi og Alex. Neðri röð: Ragnar Þór, Jón Gunnar, Róbert og Dagur.Úr einkasafni Vinahópurinn fékk Hermann með sér í lið og sendu út mynd af sér með Hermanni sem tekin var eftir leik liðs hans ÍBV við Fram í Úlfarsárdal á dögunum. Þeir fengu eftir það aðgang ásamt öðrum erlendum stuðningsmannahópum liðsins að sérstakri VIP aðstöðu sem opnaði fjórum klukkustundum fyrir leik. Charlton stóð nefnilega fyrir degi alþjóðlegra stuðningsmanna í kringum leikinn þar sem fjölmargir erlendir stuðningsmannahópar liðsins voru saman komnir, ásamt hópi Íslendinga sem sögðust vera aðdáendahópur Hermanns Hreiðarssonar, og fengu að launum mynd af sér með Hermanni (þá sem var tekin eftir Fram leikinn) birta í leikskrá leiks laugardagsins. Hluti hópsins ásamt Hermanni Hreiðarssyni fyrir leik Fram og ÍBV í Úlfarsárdal á dögunum. Myndin var birt í leikskrá leiks Charlton og Ipswich.Úr einkasafni Hálfleikssýningin sem gerði ferðina Ekki nóg með það heldur fékk einn þeirra félaga að vera þátttakandi í svokallaðri Crossbeer áskorun í hálfleik. Um er að ræða sláarskotskeppni þar sem aðeins ein tilraun fæst, frá miðjuboga vallarins, og ef viðkomandi hittir í slá fær hann fimm þúsund pund í vasann og allir á vellinum fá frían bjór að auki. Dagur Jóhannsson varð fyrir valinu í vinahópnum og óhætt er að segja að það val hafi lukkast vel. Ekki þó þannig að Dagur hafi hitt í slá og farið af velli fimm þúsund sterlingspundum ríkari. Klippa: Dagur ærir The Valley Er hann var kynntur til leiks veifaði hann öllum vel í stúkunni nema þeim hluta þar sem stuðningsmenn Ipswich voru staðsettir sem hann sendi svokallaða runkarabendingu (e. wanker). Hann uppskar fyrir mikinn hlátur úr stúkunni og vakti töluverða athygli netverja sem kunnu misvel að meta athæfi hans. Þá stýrði Dagur einnig Víkingaklappi að íslenskum sið áður en hann spreytti sig á sláarskotinu. Það fór ekki betur en svo að hann rann til og flaug á höfuðið er boltinn þaut víðs fjarri marki. Það vakti einnig töluverða kátínu, og líklega meiri í ákveðnum enda stúkunnar en annars staðar. He's just slipped over now whilst doing the Crossbeer challenge, thus ironically, looking a bit of a w*nker HT #cafc 0-1 #itfc — Louis Mendez (@LouisMend) October 29, 2022 Félagar hans hlógu sig þá allir máttlausa í stúkunni á meðan þessu stóð og hafa ekki hlegið minna síðan, eftir að hafa séð viðbrögð stuðningsmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Eftir hálfleikssýningu Dags fengu þeir félagar þó enn meira fyrir peninginn. Staðan var jöfn, 2-2, þegar komið var fram á 90. mínútu leiksins en Ipswich skoraði tvö mörk í uppbótartíma, á 91. og 94. mínútu. Charlton svaraði á ótrúlegan hátt með mörkum á 96. og 99. mínútu til að tryggja sér 4-4 jafntefli og gleðin ósvikin hjá Charlton-mönnum og þeim félögum af Skaganum í stúkunni í leikslok. 90 mins: 2 -2 FT: 4 -4 Sit back, relax and enjoy the MADDEST stoppage time that you will probably ever see! #cafc pic.twitter.com/dfVg0q5yEQ— Charlton Athletic FC (@CAFCofficial) October 30, 2022 Arsenal-stuðningsmaðurinn Dagur sá svo 5-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í gær en hluti hópsins sem fór á NFL-leikinn sá Denver Broncos leggja Jacksonville Jaguars. Þar rákust þeir á söngkonuna Ciöru, sem er eiginkona Russells Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos. Ciara er eflaust þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott. Jón Gunnar, Arnþór Ingi og Geir rákust á Ciöru sem er þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott.Úr einkasafni Akranes England Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Dagur var á meðal áhorfenda á leik Charlton Athletic og Ipswich Town á laugardaginn, ásamt níu manna föruneyti Skagamanna sem höfðu það þó að meginmarkmiði við ferðaáætlanir sínar að fara á ýmist á NFL-leik milli Jacksonville Jaguars og Denver Broncos á Wembley eða leik Arsenal við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudeginum. Þeir þurftu þó að finna einhvern íþróttaviðburð á laugardeginum og fyrir valinu varð leikur Charlton og Ipswich – The Herminator Derby – kallaður af sumum, enda tvö lið sem fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson spilaði fyrir á meðan þau voru í efstu deild snemma á þessari öld. Félagarnir af Skaganum fengu VIP-meðferð á vellinum. Efri röð: Andri Geir, Geir, Birkir, Arnþór Ingi og Alex. Neðri röð: Ragnar Þór, Jón Gunnar, Róbert og Dagur.Úr einkasafni Vinahópurinn fékk Hermann með sér í lið og sendu út mynd af sér með Hermanni sem tekin var eftir leik liðs hans ÍBV við Fram í Úlfarsárdal á dögunum. Þeir fengu eftir það aðgang ásamt öðrum erlendum stuðningsmannahópum liðsins að sérstakri VIP aðstöðu sem opnaði fjórum klukkustundum fyrir leik. Charlton stóð nefnilega fyrir degi alþjóðlegra stuðningsmanna í kringum leikinn þar sem fjölmargir erlendir stuðningsmannahópar liðsins voru saman komnir, ásamt hópi Íslendinga sem sögðust vera aðdáendahópur Hermanns Hreiðarssonar, og fengu að launum mynd af sér með Hermanni (þá sem var tekin eftir Fram leikinn) birta í leikskrá leiks laugardagsins. Hluti hópsins ásamt Hermanni Hreiðarssyni fyrir leik Fram og ÍBV í Úlfarsárdal á dögunum. Myndin var birt í leikskrá leiks Charlton og Ipswich.Úr einkasafni Hálfleikssýningin sem gerði ferðina Ekki nóg með það heldur fékk einn þeirra félaga að vera þátttakandi í svokallaðri Crossbeer áskorun í hálfleik. Um er að ræða sláarskotskeppni þar sem aðeins ein tilraun fæst, frá miðjuboga vallarins, og ef viðkomandi hittir í slá fær hann fimm þúsund pund í vasann og allir á vellinum fá frían bjór að auki. Dagur Jóhannsson varð fyrir valinu í vinahópnum og óhætt er að segja að það val hafi lukkast vel. Ekki þó þannig að Dagur hafi hitt í slá og farið af velli fimm þúsund sterlingspundum ríkari. Klippa: Dagur ærir The Valley Er hann var kynntur til leiks veifaði hann öllum vel í stúkunni nema þeim hluta þar sem stuðningsmenn Ipswich voru staðsettir sem hann sendi svokallaða runkarabendingu (e. wanker). Hann uppskar fyrir mikinn hlátur úr stúkunni og vakti töluverða athygli netverja sem kunnu misvel að meta athæfi hans. Þá stýrði Dagur einnig Víkingaklappi að íslenskum sið áður en hann spreytti sig á sláarskotinu. Það fór ekki betur en svo að hann rann til og flaug á höfuðið er boltinn þaut víðs fjarri marki. Það vakti einnig töluverða kátínu, og líklega meiri í ákveðnum enda stúkunnar en annars staðar. He's just slipped over now whilst doing the Crossbeer challenge, thus ironically, looking a bit of a w*nker HT #cafc 0-1 #itfc — Louis Mendez (@LouisMend) October 29, 2022 Félagar hans hlógu sig þá allir máttlausa í stúkunni á meðan þessu stóð og hafa ekki hlegið minna síðan, eftir að hafa séð viðbrögð stuðningsmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Eftir hálfleikssýningu Dags fengu þeir félagar þó enn meira fyrir peninginn. Staðan var jöfn, 2-2, þegar komið var fram á 90. mínútu leiksins en Ipswich skoraði tvö mörk í uppbótartíma, á 91. og 94. mínútu. Charlton svaraði á ótrúlegan hátt með mörkum á 96. og 99. mínútu til að tryggja sér 4-4 jafntefli og gleðin ósvikin hjá Charlton-mönnum og þeim félögum af Skaganum í stúkunni í leikslok. 90 mins: 2 -2 FT: 4 -4 Sit back, relax and enjoy the MADDEST stoppage time that you will probably ever see! #cafc pic.twitter.com/dfVg0q5yEQ— Charlton Athletic FC (@CAFCofficial) October 30, 2022 Arsenal-stuðningsmaðurinn Dagur sá svo 5-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í gær en hluti hópsins sem fór á NFL-leikinn sá Denver Broncos leggja Jacksonville Jaguars. Þar rákust þeir á söngkonuna Ciöru, sem er eiginkona Russells Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos. Ciara er eflaust þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott. Jón Gunnar, Arnþór Ingi og Geir rákust á Ciöru sem er þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott.Úr einkasafni
Akranes England Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira