Lífið

Heiðraði Chadwick Boseman á frumsýningu Black Panther: Wakanda Forever

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Letitia Wright á frumsýningu Marvel myndarinnar Black Panther 2: Wakanda Forever.
Letitia Wright á frumsýningu Marvel myndarinnar Black Panther 2: Wakanda Forever. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Leikkonan Letitia Wright heiðraði Chadwick Boseman með fallegum hætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Black Panther: Wakanda Forever í Los Angeles.

Wright klæddist Alexander McQueen dragt á frumsýningunni og var með Cartier demanta. Vestið sem hún klæddist yfir jakkann var augljós virðingarvottur við Boseman, sem lést úr krabbameini í ágúst árið 2020. Klæddist hann svipuðu lúkki, Givenchy Couture jakkafötum skreyttum steinum, á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2018. 

Leikkonan stillti sér upp fyrir ljósmyndarana með Wakanda Forever pósunni, líkt og Boseman gerði á rauða dreglinum áður en hann lést. Boseman og Wright léku systkini í fyrstu Black Panther myndinni. Gagnrýnendur hafa sagt að myndin sé líka flottur virðingarvottur við Boseman, en ákveðið var að finna ekki nýjan leikara í hlutverk King T'Challa fyrir nýju myndina.

Letitia Wright heiðraði Chadwick Boseman á frumsýningu Wakanda Forever.Samsett/Getty

Tengdar fréttir

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Black Panther-stjarnan látin

Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall.

Aldrei fleiri „lækað“ tíst

Færslan þar sem tilkynnt var um andlát leikarans Chadwick Boseman er nú orðin sú mest „lækaða“ í sögu samfélagsmiðilsins Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×