Býður sig fram gegn Kjartani Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2022 09:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson. Aðsend Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37