Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpuðu íslenska Evrópumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2022 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur bætt sig mikið á síðustu misserum. Youtube Eygló Fanndal Sturludóttir varð á dögunum fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í ólympískum lyftingum þegar hún vann gull á EM undir 23 ára í Albaníu. Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló. Lyftingar CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira