Auglýsum launin! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar