Menning

Ræða næstu skref í réttindabaráttu fatlaðra í menningarheiminum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fjölbreyttir viðburðir eru framundan hjá List án landamæra.
Fjölbreyttir viðburðir eru framundan hjá List án landamæra. List án landamæra

Menningarhátíðin List án landamæra á sér stað um þessar mundir og má með sanni segja að það sé viðburðarík vika framundan. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir og eru öll velkomin.

Á morgun, miðvikudag, fer fram opin málstofa í hátíðarsal Borgarbókasafnsins við Gerðuberg en í fréttatilkynningu segir að þar muni grasrótin ræða næstu skref í réttindabaráttu fatlaðra í menningarheiminum.

Næstkomandi föstudag verður svo sett upp föstudagsleikhús í sama hátíðarsal þar sem leikhópurinn Perlan stígur á stokk ásamt leikhópi úr smiðju Fjölmennt.

Lokahnykkurinn fer síðan fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn með mikilli veislu en þar verður listmarkaður, kaffihús, DJ, gjörningar, dans og fleira.

Myndlistarsýningarnar sem opnaðar voru í síðustu viku í Gerðubergi, Hafnarborg og Menningarhúsunum í Kópavogi standa enn og munu gera fram í nóvember.

„Ekki láta þessa menningarveislu fram hjá ykkur fara,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Nánari upplýsingar um List án landamæra má finna hér.


Tengdar fréttir

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.