Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. október 2022 09:05 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar Á grunni skapandi hugmyndafræði er fléttað saman nútímalegri hönnun og frumlegri notkun á ull í bland við hrosshár í Áríðandi tilraunum á raunveruleikanum. Fatalína sem er fyrsta verk hönnuðar eftir útskrift og samanstendur af frumlegum flíkum þar sem aðaluppistaðan er ull. Fatalínan er framleidd á vinnustofu hönnuðarins í Reykjavík.Ullin er annarsvegar íslensk, frá Ístex, og hinsvegar frá danska vefnaðarframleiðandanum Kvadrat. Einnig er hluti af efninu keyptur notaður eða úr lager afgangsefna. Hönnuðurinn, Sól Hansdóttir, varpar fram spurningum um aðfangakeðju textílefna í fataframleiðslu auk þess að vinna með ímynd tískuborgarinnar með því að starfa jöfnum höndum í Reykjavík og í London.Efnisval og frumleg hönnun er hér í því hlutverki að ögra hefðinni og vekja okkur til umhugsunar um vistvæna hönnun og nýtingu staðbundinna hráefna. Útkoman eru frumlegar hátískuflíkur sem eru á mörkum fatnaðar og skúlptúrs.Um verkefniðÁríðandi tilraunir á raunveruleikanum er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Fatalínan kannar aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda hérlendis. Verkefnið er framhald af fyrri rannsókn og útskriftarlínu hönnuðar við Central Saint Martins háskóla í London vorið 2021. Línan var unnin í samstarfi í Textílmiðstöð Íslands, Ístex og Glófa með sérstakri áherslu á að nýta íslensku ullina sem hráefni. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir.Með því að kanna aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu fyrir alþjóðamarkað sem leggur áherslu á nýtingu auðlinda hérlendis skapast þekking og reynsla sem mun í framhaldi geta nýst íslenskum hönnuðum.Um hönnuðinnSól Hansdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í Womenswear Fashion Design frá Central Saint Martins í London árið 2021. Sól hlaut mikið lof fyrir útskriftarlínu sína sem veitti henni meðal annars útskriftarverðlaunin „L’oréal Creative Awards.“ Hönnuðurinn frumsýndi haustlínu á London Fashion Week í febrúar 2022.Klippa: Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlaunin:„Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!“Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05 Tískudívur landsins sameinuðust í afmæli Andrá Tískuverskuverslunin Andrá Reykjavík varð 1 árs laugardaginn 3. september. Í tilefni af afmælinu sló Andrá til veislu. 12. september 2022 14:32 Sjáið tvöfalt og fjórfalt í verkinu Hönnuðurinn Sól Hansdóttir og ljósmyndarinn Anna Maggý eru með sýningu í Ásmundarsal yfir Hönnunarmars þar sem gestir geta séð tvöfalt og fjórfalt í videóverki. 6. maí 2022 20:01 Íslensk hönnun, vintage flíkur og skrjáfandi jakki á Söngvakeppninni Það fór varla framhjá neinum að Söngvakeppnin var haldin hátíðleg á dögunum þar sem þær Ey systur fóru með sigur á hólmi mörgum til mikillar ánægju. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og þar sem ég var á staðnum nýtti ég tækifærið og fékk að gluggast í hverju keppendur klæddust. 21. mars 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar Á grunni skapandi hugmyndafræði er fléttað saman nútímalegri hönnun og frumlegri notkun á ull í bland við hrosshár í Áríðandi tilraunum á raunveruleikanum. Fatalína sem er fyrsta verk hönnuðar eftir útskrift og samanstendur af frumlegum flíkum þar sem aðaluppistaðan er ull. Fatalínan er framleidd á vinnustofu hönnuðarins í Reykjavík.Ullin er annarsvegar íslensk, frá Ístex, og hinsvegar frá danska vefnaðarframleiðandanum Kvadrat. Einnig er hluti af efninu keyptur notaður eða úr lager afgangsefna. Hönnuðurinn, Sól Hansdóttir, varpar fram spurningum um aðfangakeðju textílefna í fataframleiðslu auk þess að vinna með ímynd tískuborgarinnar með því að starfa jöfnum höndum í Reykjavík og í London.Efnisval og frumleg hönnun er hér í því hlutverki að ögra hefðinni og vekja okkur til umhugsunar um vistvæna hönnun og nýtingu staðbundinna hráefna. Útkoman eru frumlegar hátískuflíkur sem eru á mörkum fatnaðar og skúlptúrs.Um verkefniðÁríðandi tilraunir á raunveruleikanum er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Fatalínan kannar aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda hérlendis. Verkefnið er framhald af fyrri rannsókn og útskriftarlínu hönnuðar við Central Saint Martins háskóla í London vorið 2021. Línan var unnin í samstarfi í Textílmiðstöð Íslands, Ístex og Glófa með sérstakri áherslu á að nýta íslensku ullina sem hráefni. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir.Með því að kanna aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu fyrir alþjóðamarkað sem leggur áherslu á nýtingu auðlinda hérlendis skapast þekking og reynsla sem mun í framhaldi geta nýst íslenskum hönnuðum.Um hönnuðinnSól Hansdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í Womenswear Fashion Design frá Central Saint Martins í London árið 2021. Sól hlaut mikið lof fyrir útskriftarlínu sína sem veitti henni meðal annars útskriftarverðlaunin „L’oréal Creative Awards.“ Hönnuðurinn frumsýndi haustlínu á London Fashion Week í febrúar 2022.Klippa: Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlaunin:„Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!“Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05 Tískudívur landsins sameinuðust í afmæli Andrá Tískuverskuverslunin Andrá Reykjavík varð 1 árs laugardaginn 3. september. Í tilefni af afmælinu sló Andrá til veislu. 12. september 2022 14:32 Sjáið tvöfalt og fjórfalt í verkinu Hönnuðurinn Sól Hansdóttir og ljósmyndarinn Anna Maggý eru með sýningu í Ásmundarsal yfir Hönnunarmars þar sem gestir geta séð tvöfalt og fjórfalt í videóverki. 6. maí 2022 20:01 Íslensk hönnun, vintage flíkur og skrjáfandi jakki á Söngvakeppninni Það fór varla framhjá neinum að Söngvakeppnin var haldin hátíðleg á dögunum þar sem þær Ey systur fóru með sigur á hólmi mörgum til mikillar ánægju. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og þar sem ég var á staðnum nýtti ég tækifærið og fékk að gluggast í hverju keppendur klæddust. 21. mars 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05
Tískudívur landsins sameinuðust í afmæli Andrá Tískuverskuverslunin Andrá Reykjavík varð 1 árs laugardaginn 3. september. Í tilefni af afmælinu sló Andrá til veislu. 12. september 2022 14:32
Sjáið tvöfalt og fjórfalt í verkinu Hönnuðurinn Sól Hansdóttir og ljósmyndarinn Anna Maggý eru með sýningu í Ásmundarsal yfir Hönnunarmars þar sem gestir geta séð tvöfalt og fjórfalt í videóverki. 6. maí 2022 20:01
Íslensk hönnun, vintage flíkur og skrjáfandi jakki á Söngvakeppninni Það fór varla framhjá neinum að Söngvakeppnin var haldin hátíðleg á dögunum þar sem þær Ey systur fóru með sigur á hólmi mörgum til mikillar ánægju. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og þar sem ég var á staðnum nýtti ég tækifærið og fékk að gluggast í hverju keppendur klæddust. 21. mars 2022 13:31