50 sjálfboðaliðar muni koma að hverjum leik í umfangsmiklu verkefni Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2022 22:31 Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. Stöð 2 Sport Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, segir mikla vinnu hafa farið í undirbúning fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram annað kvöld. Valur mætir þá Ferencváros frá Ungverjalandi. „Það er mikil tilhlökkun og búið að vera mikið að gera, eins og þú sérð er salurinn að verða fínn. Það eru mörg handtök eftir en líka mörg búin,“ segir Gísli sem segir undirbúning hafa farið af stað fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Það eru einhverjir tveir mánuðir síðan að við byrjuðum en meginþunginn hefur verið síðusta hálfa mánuðinn. Það eru 50 sjálfboðaliðar sem munu koma að hverjum leik,“ Gísli segir þá kröfurnar frá Handknattleikssambandi Evrópu vera töluvert strangari en þær sem Valsmenn eru vanir úr Áskorendabikar Evrópu, hvar þeir hafa keppt undanfarin ár. „Þetta er töluvert meira og dýrara dæmi en að fara eins og í Áskorandabikarinn, hérna þarftu bara að fara eftir ákveðnum reglum og þetta er flóknara,“ segir Gísli. Klippa: Gísli um undirbúning Valsmanna Kostnaður við þátttökuna ef því töluverður og umtalsvert meiri en í Áskorandabikar Evrópu. Það hefur sitt að segja að fimm leikir verða leiknir heima og heiman, í það minnsta, en Gísli segir strákana í liðinu hafa sinnt fjáröflun vel og þá koma fjölmargir kostendur að þátttöku Vals. Evrópuævintýrið hefst að Hlíðarenda annað kvöld og segir Gísli Valsara vera bjartsýna. „Eigum við ekki alltaf að vera það? Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] segir það, við trúum honum,“ segir Gísli. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá leiknum hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:15 annað kvöld. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það er mikil tilhlökkun og búið að vera mikið að gera, eins og þú sérð er salurinn að verða fínn. Það eru mörg handtök eftir en líka mörg búin,“ segir Gísli sem segir undirbúning hafa farið af stað fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Það eru einhverjir tveir mánuðir síðan að við byrjuðum en meginþunginn hefur verið síðusta hálfa mánuðinn. Það eru 50 sjálfboðaliðar sem munu koma að hverjum leik,“ Gísli segir þá kröfurnar frá Handknattleikssambandi Evrópu vera töluvert strangari en þær sem Valsmenn eru vanir úr Áskorendabikar Evrópu, hvar þeir hafa keppt undanfarin ár. „Þetta er töluvert meira og dýrara dæmi en að fara eins og í Áskorandabikarinn, hérna þarftu bara að fara eftir ákveðnum reglum og þetta er flóknara,“ segir Gísli. Klippa: Gísli um undirbúning Valsmanna Kostnaður við þátttökuna ef því töluverður og umtalsvert meiri en í Áskorandabikar Evrópu. Það hefur sitt að segja að fimm leikir verða leiknir heima og heiman, í það minnsta, en Gísli segir strákana í liðinu hafa sinnt fjáröflun vel og þá koma fjölmargir kostendur að þátttöku Vals. Evrópuævintýrið hefst að Hlíðarenda annað kvöld og segir Gísli Valsara vera bjartsýna. „Eigum við ekki alltaf að vera það? Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] segir það, við trúum honum,“ segir Gísli. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá leiknum hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:15 annað kvöld.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira