Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 17:10 Auðjöfurinn Elon Musk ætlar að kaupa Twitter og taka fyrirtækið af markaði. Getty/Muhammed Selim Korkutata Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn. Twitter Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn.
Twitter Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira