Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 14:31 Karen Knútsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram í vor. vísir/Diego Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira