Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna Friðrik Jónsson og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2022 07:31 Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun