Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? ÍA féll 2008, var þrjú ár að koma sér upp og var svo tvö tímabil í efstu deild. Skagamenn féllu 2013, fóru beint aftur upp og voru þar í þrjú tímabil. Þeir féllu 2017, fóru strax aftur upp og héldu sér uppi í fjögur tímabil. Samkvæmt tölfræðinni ætti ÍA þá að fara upp úr Lengjudeildinni á næsta ári og vera fimm tímabil í efstu deild í kjölfarið. En Skagamenn eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi, að rokka milli efstu tveggja deildanna og það eru hjólförin sem þeir þurfa að hætta að spóla í. Úr leik Leiknis og ÍA þar sem örlög Skagamanna svo gott sem réðust.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ef allt er nokkuð eðlilegt fer ÍA strax aftur upp í Bestu deildina og verður þar tímabilið 2024. Skagamenn eru venjulega sterkir á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það hefur reynst þrautinni þyngri að halda út. Vandræðatímabil sem stendur enn yfir Aðalmarkmiðið hlýtur að vera að festa sig í sessi sem stöðugt efstu deildarlið til lengri tíma. Það hefur svo sem verið markmiðið áður en þær aðferðir sem Skagamenn hafa beitt undanfarin fimmtán ár eða svo hafa ekki virkað. Þrátt fyrir að vera fæddur 2005 var Haukur Andri Haraldsson í stóru hlutverki hjá ÍA á síðasta tímabili. Eldri bróðir hans, Hákon Arnar, skoraði í Meistaradeild Evrópu á dögunum.vísir/vilhelm „Þegar liðið féll 2008 hófst eitthvað vandræðatímabil sem hefur ekki tekist að vinda ofan af,“ sagði Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV og stuðningsmaður ÍA síðan á 9. áratug síðustu aldar. „Peningarnir spila stóra rullu en það sem fólk uppi á Akranesi hefur á að byggja er hefðin, viljinn og efniviðurinn í yngri flokkunum. En framhaldið hefur reynst þrautinni þyngri í nokkurn tíma,“ sagði Gísli Gíslason sem var bæjarstjóri á Akranesi í tæplega tuttugu ár og svo formaður ÍA. Og það er þessi nýi og breytti veruleiki sem félaginu hefur ekki tekist að fóta sig í eins og Gísli bendir á. Gísli Gíslason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason Á þessari öld hafa Skagamenn ráfað kortalausir um í völundarhúsi íslenska fótboltans og ekki fundið leiðina út. ÍA er ekki eina félagið sem missir sína efnilegustu leikmenn snemma út í atvinnumennsku. ÍA er ekki eina félagið sem hefur átt í fjárhagsvandræðum. En einhvern veginn hafa þessir hættir haft meiri áhrif á ÍA en önnur félög. „Það er ekki hægt að segja að ÍA sé með lélegustu aðstöðuna, lélegasta leikmannahópinn eða hafi eytt minnst undanfarin ár. Það hefur verið allt til staðar en gengið mjög illa að vinna úr hlutunum,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson sem hefur sterka tengingu við ÍA og hefur fylgst grannt með gangi mála á Akranesi undanfarin ár. Gunnlaugur Jónsson (lengst til hægri) var fyrirliði síðasta Íslandsmeistaraliðs ÍA.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Út á við virðist kannski að þeim sem stjórna sé alveg sama en trúðu mér, það er búið að funda og funda, aftur og aftur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson sem var lengi fyrirliði ÍA og svo þjálfari liðsins í fjögur ár (2014-17). Fólki er ekki sama. Þetta fer illa í bæjarbúa. Liðið er sameiningartákn bæjarins og á stórkostlega sögu sem á enga sér líka. En er sagan og stórveldadraumarnir kannski að flækjast fyrir ÍA? Félagið er stórveldi í sögulegu samhengi en það er 21 ár síðan það vann Íslandsmeistaratitil og nítján ár síðan það vann stóran titil. Og það hlýtur að hafa verið þrúgandi fyrir leikmenn ÍA undanfarin ár að vera endalaust minntir á glæsta fortíð félagsins og að þeir standist gömlu hetjunum ekki snúning. Sá samanburður er þeim afar óhagstæður. Breyttur veruleiki „Ég segi stundum að við hættum að vera stórveldi þegar við vorum þrjú ár í röð í næstefstu deild. Sagan er auðvitað til staðar en þegar liðið er jó-jó er erfitt að gera sömu kröfur til þess og maður gerði áður fyrr. Og með miklu meira fjármagni sem er komið í fótboltann er erfitt að byggja bara á heimamönnum og 2-3 aðkomumönnum,“ sagði Brynjólfur. Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari ÍA.vísir/hulda margrét Síðan má kannski segja að þegar „mikilmennskubrjálæðið“ og stóru draumarnir hverfi verði ÍA fyrst lítið. Það er fín lína á milli raunsæis og rugls. En Skagamenn eiga ekki að vera í þessari stöðu sem þeir eru í núna. Um það eru allir sammála. „Það fyrsta sem ÍA þarf að gera er setjast niður og gera áætlun og átta sig á hvað þeir vilja. Ekki vilja þeir þetta basl. Ég held að fólk sé komið með nóg af þessu. Það þarf að ákveða stefnu fyrir félagið, leggja hana fyrir þjálfarann og hann vinnur svo eftir henni,“ sagði Lárus Orri. „Yngri flokka starfið er öflugt og ÍA á alltaf að vera með stöðugt lið í efstu deild en ekki í botnbaráttu og alls ekki að rokka milli deilda.“ Lárus Orri Sigurðsson var sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport í sumar.hafliði breiðfjörð Geta horft annað Síðan er ekkert ómögulegt að góðir tímar komi aftur á Akranes. Þeir tímar að ÍA sé besta fótboltalið landsins eru liðnir og ekki væntanlegir aftur í bráð en sagan er óútreiknanleg. „Það verður erfitt að verða stórveldi aftur en ÍA getur unnið titla. Fyrir tuttugu árum hefði mönnum þótt fáránlegt að FH yrði stórveldi. Fyrir fimmtán árum hefði mönnum þótt fáránlegt að Breiðablik yrði eitt öflugasta félag landsins. Og fyrir fimm árum hefðu menn hlegið að því að Víkingur ynni einhverja titla,“ sagði Brynjólfur. Hvaða hafa liðin sem hafa unnið stóran titil í sögu félagsins þurft að bíða lengi? „Sagan er full af liðum sem höfðu aldrei gert neitt en urðu svo virkilega sterk. KR fór í gegnum 31 ár án Íslandsmeistaratitils og við eigum enn langt með að ná því.“ Gunnlaugur bendir einnig á annað félag sem hefur náð góðum árangri á síðustu árum eftir mörg mögur ár þar á undan. „Það lið sem ÍA getur horft til og hefur gert hlutina rétt að mínu mati er KA. Þeir hafa byggt liðið upp í skrefum og það er eftirtektarvert hversu vel það hefur gengið. En þeir hafa haft sterkt fjárhagslegt bakland og það er það sem ÍA vantar,“ sagði Gunnlaugur. Vilja kunnugleg andlit og jafnvægi Gísli og Gunnlaugur eru raunsæir en þó vongóðir þegar kemur að mati á framhaldinu hjá ÍA. „Það verður mjög erfitt að ná sömu stöðu og félagið hafði, einfaldlega vegna þess að það er erfitt að búa til sigurumhverfi. Skaginn væri sáttur að vera með lið sem myndi festa sig í sessi í efstu deild, gæti öðru hverju komist í Evrópukeppni og svo jafnvel átt ævintýraár eins og 2001. En það er langþreytt að liðið sé jó-jó milli efstu og næstefstu deildar. Það fer í taugarnar á stuðningsfólki. Félagið þarf að festa sig í sessi. Það á að vera fyrsta keppikeflið,“ sagði Gunnlaugur. Gísli segist aðallega heyra tvennt frá stuðningsfólki ÍA. Menn vilja hafa lið þar sem það þekkir foreldra og ömmu og afa leikmanna og tengja við liðið og ef ÍA næði jafnvægi í efri hluta deildarinnar væri það ásættanlegt að mörgu leyti, með von um að detta í góðar stöður milli ára. Þetta eru nokkuð hófsamar kröfur. Stórveldaárin eru líklega að baki og virðast ekki væntanleg í nánustu framtíð. En það á samt að vera hægt að gera betur en gert hefur verið á síðustu árum. Úr úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra þar sem ÍA tapaði fyrir Víkingi, 3-0.vísir/hulda margrét Það á aldrei að venja fyrir ÍA að falla á fimm ára fresti og vera fast í einu versta limbói sem til er í fótbolta, að rokka milli deilda. Þar vilja og eiga Skagamenn ekki að vera. Ævintýri (enn) gerast ÍA þarf að festa sig í sessi í efstu deild og hafa skýra sýn á það hvernig félag það vill vera og hvernig fótbolta liðið á að spila. Koma þarf upp sterkum kjarna heimamanna sem geta auðveldað efnilegustu leikmönnum félagsins, það er að segja þeim sem er ekki strax búið að selja erlendis, að koma upp í meistaraflokk og venjast lífinu þar. Þrátt fyrir að vera fallnir gátu Skagamenn leyft sér að brosa eftir lokaleik sinn í Bestu deildinni í bili, enda unnu þeir þá langþráðan sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Íslandsmeistaraliðið 2001 var síðasta Skagaliðið sem vann í Hafnarfirði.vísir/vilhelm Ævintýri geta svo alveg gerst. Á Akranesi fölna þau kannski ávallt í samanburði við ævintýri fyrri ára en vonin er alltaf til staðar. Það er ekki nema ár síðan ÍA komst í bikarúrslit. Fram náði Evrópusæti 2008, Þór 2011 og Víkingur 2014. ÍBV varð bikarmeistari 2017 og Víkingur 2019. Þótt brekkan sé brattari en áður eru dæmin til staðar. Og með hefðina og hugvitið og kannski aðeins meiri skynsemi í leikmannakaupum og skýrari sýn að vopni geta Skagamenn leyft sér að dreyma að það sé ljós við enda Hvalfjarðarganganna. ÍA: Hnignun stórveldis Besta deild karla ÍA Akranes Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1
ÍA féll 2008, var þrjú ár að koma sér upp og var svo tvö tímabil í efstu deild. Skagamenn féllu 2013, fóru beint aftur upp og voru þar í þrjú tímabil. Þeir féllu 2017, fóru strax aftur upp og héldu sér uppi í fjögur tímabil. Samkvæmt tölfræðinni ætti ÍA þá að fara upp úr Lengjudeildinni á næsta ári og vera fimm tímabil í efstu deild í kjölfarið. En Skagamenn eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi, að rokka milli efstu tveggja deildanna og það eru hjólförin sem þeir þurfa að hætta að spóla í. Úr leik Leiknis og ÍA þar sem örlög Skagamanna svo gott sem réðust.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ef allt er nokkuð eðlilegt fer ÍA strax aftur upp í Bestu deildina og verður þar tímabilið 2024. Skagamenn eru venjulega sterkir á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það hefur reynst þrautinni þyngri að halda út. Vandræðatímabil sem stendur enn yfir Aðalmarkmiðið hlýtur að vera að festa sig í sessi sem stöðugt efstu deildarlið til lengri tíma. Það hefur svo sem verið markmiðið áður en þær aðferðir sem Skagamenn hafa beitt undanfarin fimmtán ár eða svo hafa ekki virkað. Þrátt fyrir að vera fæddur 2005 var Haukur Andri Haraldsson í stóru hlutverki hjá ÍA á síðasta tímabili. Eldri bróðir hans, Hákon Arnar, skoraði í Meistaradeild Evrópu á dögunum.vísir/vilhelm „Þegar liðið féll 2008 hófst eitthvað vandræðatímabil sem hefur ekki tekist að vinda ofan af,“ sagði Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV og stuðningsmaður ÍA síðan á 9. áratug síðustu aldar. „Peningarnir spila stóra rullu en það sem fólk uppi á Akranesi hefur á að byggja er hefðin, viljinn og efniviðurinn í yngri flokkunum. En framhaldið hefur reynst þrautinni þyngri í nokkurn tíma,“ sagði Gísli Gíslason sem var bæjarstjóri á Akranesi í tæplega tuttugu ár og svo formaður ÍA. Og það er þessi nýi og breytti veruleiki sem félaginu hefur ekki tekist að fóta sig í eins og Gísli bendir á. Gísli Gíslason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason Á þessari öld hafa Skagamenn ráfað kortalausir um í völundarhúsi íslenska fótboltans og ekki fundið leiðina út. ÍA er ekki eina félagið sem missir sína efnilegustu leikmenn snemma út í atvinnumennsku. ÍA er ekki eina félagið sem hefur átt í fjárhagsvandræðum. En einhvern veginn hafa þessir hættir haft meiri áhrif á ÍA en önnur félög. „Það er ekki hægt að segja að ÍA sé með lélegustu aðstöðuna, lélegasta leikmannahópinn eða hafi eytt minnst undanfarin ár. Það hefur verið allt til staðar en gengið mjög illa að vinna úr hlutunum,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson sem hefur sterka tengingu við ÍA og hefur fylgst grannt með gangi mála á Akranesi undanfarin ár. Gunnlaugur Jónsson (lengst til hægri) var fyrirliði síðasta Íslandsmeistaraliðs ÍA.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason „Út á við virðist kannski að þeim sem stjórna sé alveg sama en trúðu mér, það er búið að funda og funda, aftur og aftur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson sem var lengi fyrirliði ÍA og svo þjálfari liðsins í fjögur ár (2014-17). Fólki er ekki sama. Þetta fer illa í bæjarbúa. Liðið er sameiningartákn bæjarins og á stórkostlega sögu sem á enga sér líka. En er sagan og stórveldadraumarnir kannski að flækjast fyrir ÍA? Félagið er stórveldi í sögulegu samhengi en það er 21 ár síðan það vann Íslandsmeistaratitil og nítján ár síðan það vann stóran titil. Og það hlýtur að hafa verið þrúgandi fyrir leikmenn ÍA undanfarin ár að vera endalaust minntir á glæsta fortíð félagsins og að þeir standist gömlu hetjunum ekki snúning. Sá samanburður er þeim afar óhagstæður. Breyttur veruleiki „Ég segi stundum að við hættum að vera stórveldi þegar við vorum þrjú ár í röð í næstefstu deild. Sagan er auðvitað til staðar en þegar liðið er jó-jó er erfitt að gera sömu kröfur til þess og maður gerði áður fyrr. Og með miklu meira fjármagni sem er komið í fótboltann er erfitt að byggja bara á heimamönnum og 2-3 aðkomumönnum,“ sagði Brynjólfur. Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari ÍA.vísir/hulda margrét Síðan má kannski segja að þegar „mikilmennskubrjálæðið“ og stóru draumarnir hverfi verði ÍA fyrst lítið. Það er fín lína á milli raunsæis og rugls. En Skagamenn eiga ekki að vera í þessari stöðu sem þeir eru í núna. Um það eru allir sammála. „Það fyrsta sem ÍA þarf að gera er setjast niður og gera áætlun og átta sig á hvað þeir vilja. Ekki vilja þeir þetta basl. Ég held að fólk sé komið með nóg af þessu. Það þarf að ákveða stefnu fyrir félagið, leggja hana fyrir þjálfarann og hann vinnur svo eftir henni,“ sagði Lárus Orri. „Yngri flokka starfið er öflugt og ÍA á alltaf að vera með stöðugt lið í efstu deild en ekki í botnbaráttu og alls ekki að rokka milli deilda.“ Lárus Orri Sigurðsson var sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport í sumar.hafliði breiðfjörð Geta horft annað Síðan er ekkert ómögulegt að góðir tímar komi aftur á Akranes. Þeir tímar að ÍA sé besta fótboltalið landsins eru liðnir og ekki væntanlegir aftur í bráð en sagan er óútreiknanleg. „Það verður erfitt að verða stórveldi aftur en ÍA getur unnið titla. Fyrir tuttugu árum hefði mönnum þótt fáránlegt að FH yrði stórveldi. Fyrir fimmtán árum hefði mönnum þótt fáránlegt að Breiðablik yrði eitt öflugasta félag landsins. Og fyrir fimm árum hefðu menn hlegið að því að Víkingur ynni einhverja titla,“ sagði Brynjólfur. Hvaða hafa liðin sem hafa unnið stóran titil í sögu félagsins þurft að bíða lengi? „Sagan er full af liðum sem höfðu aldrei gert neitt en urðu svo virkilega sterk. KR fór í gegnum 31 ár án Íslandsmeistaratitils og við eigum enn langt með að ná því.“ Gunnlaugur bendir einnig á annað félag sem hefur náð góðum árangri á síðustu árum eftir mörg mögur ár þar á undan. „Það lið sem ÍA getur horft til og hefur gert hlutina rétt að mínu mati er KA. Þeir hafa byggt liðið upp í skrefum og það er eftirtektarvert hversu vel það hefur gengið. En þeir hafa haft sterkt fjárhagslegt bakland og það er það sem ÍA vantar,“ sagði Gunnlaugur. Vilja kunnugleg andlit og jafnvægi Gísli og Gunnlaugur eru raunsæir en þó vongóðir þegar kemur að mati á framhaldinu hjá ÍA. „Það verður mjög erfitt að ná sömu stöðu og félagið hafði, einfaldlega vegna þess að það er erfitt að búa til sigurumhverfi. Skaginn væri sáttur að vera með lið sem myndi festa sig í sessi í efstu deild, gæti öðru hverju komist í Evrópukeppni og svo jafnvel átt ævintýraár eins og 2001. En það er langþreytt að liðið sé jó-jó milli efstu og næstefstu deildar. Það fer í taugarnar á stuðningsfólki. Félagið þarf að festa sig í sessi. Það á að vera fyrsta keppikeflið,“ sagði Gunnlaugur. Gísli segist aðallega heyra tvennt frá stuðningsfólki ÍA. Menn vilja hafa lið þar sem það þekkir foreldra og ömmu og afa leikmanna og tengja við liðið og ef ÍA næði jafnvægi í efri hluta deildarinnar væri það ásættanlegt að mörgu leyti, með von um að detta í góðar stöður milli ára. Þetta eru nokkuð hófsamar kröfur. Stórveldaárin eru líklega að baki og virðast ekki væntanleg í nánustu framtíð. En það á samt að vera hægt að gera betur en gert hefur verið á síðustu árum. Úr úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrra þar sem ÍA tapaði fyrir Víkingi, 3-0.vísir/hulda margrét Það á aldrei að venja fyrir ÍA að falla á fimm ára fresti og vera fast í einu versta limbói sem til er í fótbolta, að rokka milli deilda. Þar vilja og eiga Skagamenn ekki að vera. Ævintýri (enn) gerast ÍA þarf að festa sig í sessi í efstu deild og hafa skýra sýn á það hvernig félag það vill vera og hvernig fótbolta liðið á að spila. Koma þarf upp sterkum kjarna heimamanna sem geta auðveldað efnilegustu leikmönnum félagsins, það er að segja þeim sem er ekki strax búið að selja erlendis, að koma upp í meistaraflokk og venjast lífinu þar. Þrátt fyrir að vera fallnir gátu Skagamenn leyft sér að brosa eftir lokaleik sinn í Bestu deildinni í bili, enda unnu þeir þá langþráðan sigur á FH-ingum í Kaplakrika. Íslandsmeistaraliðið 2001 var síðasta Skagaliðið sem vann í Hafnarfirði.vísir/vilhelm Ævintýri geta svo alveg gerst. Á Akranesi fölna þau kannski ávallt í samanburði við ævintýri fyrri ára en vonin er alltaf til staðar. Það er ekki nema ár síðan ÍA komst í bikarúrslit. Fram náði Evrópusæti 2008, Þór 2011 og Víkingur 2014. ÍBV varð bikarmeistari 2017 og Víkingur 2019. Þótt brekkan sé brattari en áður eru dæmin til staðar. Og með hefðina og hugvitið og kannski aðeins meiri skynsemi í leikmannakaupum og skýrari sýn að vopni geta Skagamenn leyft sér að dreyma að það sé ljós við enda Hvalfjarðarganganna.
Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00