Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2022 14:00 Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. „Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira