Handbolti

Þrettán fengu frímiða en tvö Olís-deildarlið mætast

Sindri Sverrisson skrifar
Framarar fara yfir í Grafarvog í næstu viku og mæta Fjölni en Afturelding þarf ekki að spila í 1. umferð bikarkeppninnar.
Framarar fara yfir í Grafarvog í næstu viku og mæta Fjölni en Afturelding þarf ekki að spila í 1. umferð bikarkeppninnar. vísir/diego

Dregið var í fyrstu umferð bikarkeppni karla í handbolta í dag en þar eru þó aðeins þrjár viðureignir á dagskrá.

Alls eru nítján lið skráð til leiks í keppninni og því fara þrettán lið beint áfram í 2. umferð, 16-liða úrslitin, en þrjú bætast við í gegnum einvígin í fyrstu umferð.

Í 1. umferðinni mætast:

  • Þór - Afturelding
  • Fjölnir - Fram
  • FH - Grótta

Því er ljóst að hið minnsta eitt lið úr Olís-deildinni fellur úr leik fyrir 16-liða úrslitin því FH og Grótta leika bæði í deildinni.

Liðin fjögur sem leika í Evrópukeppni (Valur, KA, Haukar og ÍBV) voru örugg um að sitja hjá en svo var dregið úr hópi hinna fimmtán liðanna um það hver þyrftu að spila í 1. umferðinni.

Leikið verður í 1. umferðinni í næstu viku, eða fimmtudaginn 27. október og föstudaginn 28. október.

Eftirfarandi lið eru skráð til leiks í bikarkeppni HSÍ í ár: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdrengir, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víðir, Víkingur og Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×