Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 09:31 Paolo Banchero blómstraði í fyrsta leik sínum í NBA. getty/Nic Antaya Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt. Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira