Nýr Bronco til Íslands í nóvember Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. október 2022 07:00 Ford Bronco Wildtrak. Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum. Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Bronco Wildtrak í snjónum. Aðeins 30 eintök í boði til að byrja með Brimborg náði einstökum samningum við Ford í Bandaríkjunum og því koma 30 eintök af Ford Bronco til landsins í lok nóvember næstkomandi, langt á undan öðrum mörkuðum í Evrópu, og það gæti verið talsvert langt í næstu sendingu. Sex til sjö G.O.A.T akstursstillingar Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T, stendur á ensku fyrir "Goes Over All Terrain", sem þýða mætti á íslensku sem "Kemst yfir hvers kyns torfærur". Ford Bronco bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslurnar sem eru í boði núna, Wildtrak og Raptor, eru með sex til sjö stillingar sem nánar er hægt að lesa um á vef Ford á Íslandi. Bronco Wildtrak Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi H.O.S.S skammtstöfunin stendur á ensku fyrir "High-speed Off-road Suspension System", sem þýða mætti á íslensku sem "Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum". Líkt og með G.O.A.T akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak og Ford Bronco Raptor á vef Ford á Íslandi. Rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari. 330-418 hestöfl, 10 gíra sjálfskipting Það vantar ekki afl í Ford Bronco! Ford Bronco Wildtrak er 330 hestöfl og Ford Bronco Raptor er 418 hestöfl enda bílarnir færir í flestan sjó með tog upp á 557-597 Nm. Hér er svo algjörlega vert að nefna eiginleika eins og sérstaka beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail Turn Assist og Trail Control). En rúsínan í pylsuendanum er án efa svokallaður eins fetils akstur (1 Pedal Drive) sem gerir ökumanni kleift að keyra auðveldlega löturhægt og stöðva bílinn án þess að stíga á bremsuna. Ford Bronco Raptor og Wildtrak. Til að byrja með kemur Ford Bronco til Íslands í tveimur búnaðarútfærslum, Wildtrak og Raptor: Ford Bronco Wildtrak er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. Ford Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari, og með sérstakar aksturstillingar eins og rock crawl, Tow-Haul og Off-Road mode umfram Wildtrak. Bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Bronco Wildtrak í snjónum. Aðeins 30 eintök í boði til að byrja með Brimborg náði einstökum samningum við Ford í Bandaríkjunum og því koma 30 eintök af Ford Bronco til landsins í lok nóvember næstkomandi, langt á undan öðrum mörkuðum í Evrópu, og það gæti verið talsvert langt í næstu sendingu. Sex til sjö G.O.A.T akstursstillingar Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T, stendur á ensku fyrir "Goes Over All Terrain", sem þýða mætti á íslensku sem "Kemst yfir hvers kyns torfærur". Ford Bronco bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslurnar sem eru í boði núna, Wildtrak og Raptor, eru með sex til sjö stillingar sem nánar er hægt að lesa um á vef Ford á Íslandi. Bronco Wildtrak Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi H.O.S.S skammtstöfunin stendur á ensku fyrir "High-speed Off-road Suspension System", sem þýða mætti á íslensku sem "Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum". Líkt og með G.O.A.T akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak og Ford Bronco Raptor á vef Ford á Íslandi. Rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari. 330-418 hestöfl, 10 gíra sjálfskipting Það vantar ekki afl í Ford Bronco! Ford Bronco Wildtrak er 330 hestöfl og Ford Bronco Raptor er 418 hestöfl enda bílarnir færir í flestan sjó með tog upp á 557-597 Nm. Hér er svo algjörlega vert að nefna eiginleika eins og sérstaka beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail Turn Assist og Trail Control). En rúsínan í pylsuendanum er án efa svokallaður eins fetils akstur (1 Pedal Drive) sem gerir ökumanni kleift að keyra auðveldlega löturhægt og stöðva bílinn án þess að stíga á bremsuna. Ford Bronco Raptor og Wildtrak. Til að byrja með kemur Ford Bronco til Íslands í tveimur búnaðarútfærslum, Wildtrak og Raptor: Ford Bronco Wildtrak er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. Ford Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari, og með sérstakar aksturstillingar eins og rock crawl, Tow-Haul og Off-Road mode umfram Wildtrak.
Bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent