Nýr Bronco til Íslands í nóvember Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. október 2022 07:00 Ford Bronco Wildtrak. Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum. Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Bronco Wildtrak í snjónum. Aðeins 30 eintök í boði til að byrja með Brimborg náði einstökum samningum við Ford í Bandaríkjunum og því koma 30 eintök af Ford Bronco til landsins í lok nóvember næstkomandi, langt á undan öðrum mörkuðum í Evrópu, og það gæti verið talsvert langt í næstu sendingu. Sex til sjö G.O.A.T akstursstillingar Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T, stendur á ensku fyrir "Goes Over All Terrain", sem þýða mætti á íslensku sem "Kemst yfir hvers kyns torfærur". Ford Bronco bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslurnar sem eru í boði núna, Wildtrak og Raptor, eru með sex til sjö stillingar sem nánar er hægt að lesa um á vef Ford á Íslandi. Bronco Wildtrak Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi H.O.S.S skammtstöfunin stendur á ensku fyrir "High-speed Off-road Suspension System", sem þýða mætti á íslensku sem "Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum". Líkt og með G.O.A.T akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak og Ford Bronco Raptor á vef Ford á Íslandi. Rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari. 330-418 hestöfl, 10 gíra sjálfskipting Það vantar ekki afl í Ford Bronco! Ford Bronco Wildtrak er 330 hestöfl og Ford Bronco Raptor er 418 hestöfl enda bílarnir færir í flestan sjó með tog upp á 557-597 Nm. Hér er svo algjörlega vert að nefna eiginleika eins og sérstaka beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail Turn Assist og Trail Control). En rúsínan í pylsuendanum er án efa svokallaður eins fetils akstur (1 Pedal Drive) sem gerir ökumanni kleift að keyra auðveldlega löturhægt og stöðva bílinn án þess að stíga á bremsuna. Ford Bronco Raptor og Wildtrak. Til að byrja með kemur Ford Bronco til Íslands í tveimur búnaðarútfærslum, Wildtrak og Raptor: Ford Bronco Wildtrak er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. Ford Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari, og með sérstakar aksturstillingar eins og rock crawl, Tow-Haul og Off-Road mode umfram Wildtrak. Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Bronco Wildtrak í snjónum. Aðeins 30 eintök í boði til að byrja með Brimborg náði einstökum samningum við Ford í Bandaríkjunum og því koma 30 eintök af Ford Bronco til landsins í lok nóvember næstkomandi, langt á undan öðrum mörkuðum í Evrópu, og það gæti verið talsvert langt í næstu sendingu. Sex til sjö G.O.A.T akstursstillingar Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T, stendur á ensku fyrir "Goes Over All Terrain", sem þýða mætti á íslensku sem "Kemst yfir hvers kyns torfærur". Ford Bronco bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslurnar sem eru í boði núna, Wildtrak og Raptor, eru með sex til sjö stillingar sem nánar er hægt að lesa um á vef Ford á Íslandi. Bronco Wildtrak Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi H.O.S.S skammtstöfunin stendur á ensku fyrir "High-speed Off-road Suspension System", sem þýða mætti á íslensku sem "Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum". Líkt og með G.O.A.T akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak og Ford Bronco Raptor á vef Ford á Íslandi. Rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari. 330-418 hestöfl, 10 gíra sjálfskipting Það vantar ekki afl í Ford Bronco! Ford Bronco Wildtrak er 330 hestöfl og Ford Bronco Raptor er 418 hestöfl enda bílarnir færir í flestan sjó með tog upp á 557-597 Nm. Hér er svo algjörlega vert að nefna eiginleika eins og sérstaka beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail Turn Assist og Trail Control). En rúsínan í pylsuendanum er án efa svokallaður eins fetils akstur (1 Pedal Drive) sem gerir ökumanni kleift að keyra auðveldlega löturhægt og stöðva bílinn án þess að stíga á bremsuna. Ford Bronco Raptor og Wildtrak. Til að byrja með kemur Ford Bronco til Íslands í tveimur búnaðarútfærslum, Wildtrak og Raptor: Ford Bronco Wildtrak er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. Ford Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari, og með sérstakar aksturstillingar eins og rock crawl, Tow-Haul og Off-Road mode umfram Wildtrak.
Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent