Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. október 2022 11:10 Þær Selena Gomez og Hailey Bieber skinu skært á árlegum galaviðburði í Los Angeles um helgina. Þá skinu þær ennþá skærar þegar þær stilltu sér upp saman á ljósmynd á viðburðinum. Getty/Jon Kopaloff Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Hailey er, eins og frægt er, eiginkona poppstjörnunnar Justins Bieber. Parið gifti sig árið 2018, sama ár og Justin sleit sambandi sínu við tónlistarkonuna Selenu Gomez sem hafði staðið yfir í átta ár með hléum. View this post on Instagram A post shared by Ty (@tyrellhampton) Aðdáendur hafa verið sannfærðir um að Hailey hafi stolið Justin af Selenu. Þá hefur þeim stöllum gjarnan verið stillt upp á móti hvor annarri og þær sagðar óvinkonur, þrátt fyrir að þær hafi báðar ítrekað neitað fyrir það. Það vakti því mikla athygli þegar Selena og Hailey voru báðar á gestalista árlegs galakvölds Kvikmyndaakademíusafnsins í Los Angeles á laugardaginn. Þær nýttu tækifærið til þess að grafa hina ímynduðu stríðsöxi í eitt skipti fyrir öll með vinalegri myndatöku á viðburðinum. View this post on Instagram A post shared by Hailey Bieber Style (@haileybstyle) Það var ljósmyndarinn Tyrell Hamton sem náði þessu sögulega augnabliki á filmu. Selena og Hailey stóðu þétt upp við hvor aðra og brostu sínu breiðasta. Á einni myndinni héldu þær utan um hvor aðra og virtust perluvinkonur. Stutt er síðan Hailey Bieber var gestur í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún var spurð út í upphaf hjónabandsins og hvort hún hafi í raun „stolið“ Justin. Í þættinum vísaði Hailey þeim ásökunum alfarið á bug og sagðist ekki á neinum tímapunkti hafa verið með Justin á meðan hann hafi verið í öðru sambandi.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30 Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30 Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 29. september 2022 14:30
Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14. september 2022 11:30
Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. 11. október 2022 16:31