Tóku markstangirnar með sér út af vellinum eftir sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 11:30 Stuðningsmenn Tennessee fagna sigrinum með því að rífa niður markstangirnar. AP/Wade Payne Stuðningsmenn Tennessee höfðu sérstaklega gaman af því að vinna stórskotalið Alabama í bandaríska háskólafótboltanum um helgina en það er óhætt að segja að fagnaðarlætin hafi verið ansi sérstök og dýr fyrir skólann. Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira