Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 10:30 Jrgen Klopp gefur Mohamed Salah fyrirmæli í leiknum á móti Manchester City. AP/Jon Super Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira