Innlent

Bif­reið fauk út af og veginum var lokað

Árni Sæberg skrifar
Björgunarsveitarfólk lokaði Suðurlandsvegi í dag.
Björgunarsveitarfólk lokaði Suðurlandsvegi í dag. Landsbjörg

Suðurlandsvegi var lokað um tíma í dag vegna vinds. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna umferðaróhapps eftir að bifreið fauk út af veginum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að akstursaðstæður á Suðurlandi hafi verið mjög erfiðar í dag sökum vinds. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu segir í samtali við Vísi að ekki hafið orðið slys á fólki þegar bíll fauk út af Suðurlandsvegi í dag.

Hún segir að veginum hafi verið lokað á meðan mestu vindhviðurnar gengu yfir og að nokkur fjöldi fólks hafi þurft að sitja kyrr í bílum sínum á meðan. Hún segir að björgunarsveitir hafi þurft að sinna ýmsum verkefnum á Suðurlandi vegna veðurs í dag.


Tengdar fréttir

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×