Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. október 2022 14:23 Ráðherra segir beitingu laga mikilvæga til þess að tryggja notkun íslensku. Vísir/Vilhelm Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. Á vef stjórnarráðsins er fjallað um málið en ráðherra er sögð hafa lagt áherslu á þessi mál á ríkisstjórnarfundi. Gott sé að fyrirtækin sem hafi verið áminnt vegna auglýsinga sem ekki standist lögin hafi í öllum tilfellum breytt téðum auglýsingum. „Við megum ekki gleyma því að þó svo að íslensk tunga sé ef til vill ekki stór í alþjóðlegum samanburði þá er hún er lykillinn að menningu okkar og hún lýkur upp heimi sem annars væri öllum hulinn,“ segir Lilja. Málefni þessi hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Sem dæmi má nefna auglýsingu fyrir sænska vörumerkið Oatly hér á landi en vörumerkið framleiðir plöntumjólk úr höfrum ásamt öðrum grænkera varning. Hér má sjá ensku útgáfu auglýsingarinnar ásamt þeirri íslensku. Auglýsingu fyrir plöntumjólk fyrirtækisins var dreift víða og báru auglýsingarnar slagorðið, „It‘s like milk but made for humans“ en slagorðið hefur fylgt vörumerkinu frá upphafi. Á endanum var auglýsingunni breytt eftir að mikil umræða skapaðist í kringum það að auglýsingarnar væru ekki á íslensku og hvort það stæðist yfirhöfuð lög. Úr varð slagorðið, „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Á vef stjórnarráðsins er ákvörðun Isavia um að breyta skiltum sínum þannig að íslenskan sé í meira aðalhlutverki, hampað. Einnig er minnst á það að Icelandair breytti starfsháttum sínum á þann veg að nú skuli farþegar vera ávarpaðir fyrst á íslensku þegar þeir eru um borð í vélum flugfélagsins. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31 Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins er fjallað um málið en ráðherra er sögð hafa lagt áherslu á þessi mál á ríkisstjórnarfundi. Gott sé að fyrirtækin sem hafi verið áminnt vegna auglýsinga sem ekki standist lögin hafi í öllum tilfellum breytt téðum auglýsingum. „Við megum ekki gleyma því að þó svo að íslensk tunga sé ef til vill ekki stór í alþjóðlegum samanburði þá er hún er lykillinn að menningu okkar og hún lýkur upp heimi sem annars væri öllum hulinn,“ segir Lilja. Málefni þessi hafa verið í umræðunni síðustu misserin. Sem dæmi má nefna auglýsingu fyrir sænska vörumerkið Oatly hér á landi en vörumerkið framleiðir plöntumjólk úr höfrum ásamt öðrum grænkera varning. Hér má sjá ensku útgáfu auglýsingarinnar ásamt þeirri íslensku. Auglýsingu fyrir plöntumjólk fyrirtækisins var dreift víða og báru auglýsingarnar slagorðið, „It‘s like milk but made for humans“ en slagorðið hefur fylgt vörumerkinu frá upphafi. Á endanum var auglýsingunni breytt eftir að mikil umræða skapaðist í kringum það að auglýsingarnar væru ekki á íslensku og hvort það stæðist yfirhöfuð lög. Úr varð slagorðið, „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Á vef stjórnarráðsins er ákvörðun Isavia um að breyta skiltum sínum þannig að íslenskan sé í meira aðalhlutverki, hampað. Einnig er minnst á það að Icelandair breytti starfsháttum sínum á þann veg að nú skuli farþegar vera ávarpaðir fyrst á íslensku þegar þeir eru um borð í vélum flugfélagsins.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31 Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54
Aftur byrjuð að ávarpa farþega fyrst á íslensku Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku. 10. október 2022 06:31
Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. 6. september 2022 21:17