Óður til rafhjólsins Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2022 10:30 Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“. Ég hef ekki alltaf verið svona óvirk, enda búið bæði í Kaupmannahöfn og Hollandi, þar sem hjólreiðamenningin er svo alltumlykjandi að það er menningarsjokk að flytja heim. Mig hefur alltaf dreymt um að geta endurupplifað það frelsi sem felst í hjólreiðum hér á Íslandi. Að geta lifað lífinu og gert það sem ég þarf að gera án þess að þurfa alltaf tvö tonn af málmi til að flytja mig milli staða. Þegar ég flutti aftur frá Hollandi eftir háskólanám var ég þess vegna dugleg að lýsa því yfir að ég ætlaði sko alls ekki að eiga bíl. Ég var staðföst og viss í minni sannfæringu. Boðberi sannleikans. Svo kom fyrsta lægðin. Ég áttaði mig snögglega á því, þar sem ég sat í bíl í einhverskonar krapkenndu syndaflóði á Kringlumýrarbraut, að líklega væru rómantískar hugmyndir mínar um fullkomlega bíllaust líf ekki algjörlega skotheldar. Brekkurnar í Garðabæ hjálpuðu heldur ekki til. Ég hafði talið mig í fínu hjólaformi í hollenska flatlendinu á gírlausa dömuhjólinu mínu, en hin sorglega niðurstaða eftir eina stutta ferð á sama hjóli (sem ég flutti full bjartsýni með mér heim) úr Lundunum niður á Garðatorg var sú að meira að segja Vífilsstaðavegurinn var mér ofviða. Þetta gekk bara ekki upp fyrir mig. Vonlaus draumur. Við konan mín keyptum Ford Kuga (sem enginn getur borið fram án þess að glotta smá), nefndum hann Lella Glans Glans Glans og settum toppbox ofan á og barnabílstól aftur í. Nokkur ár liðu, barnabílstólarnir urðu tveir og hjólið mitt hafði þann eina tilgang að vera fyrir í hjólageymslu blokkarinnar. En samviskubitið plagaði mig allan tímann. Samviskubit gagnvart umhverfinu, gagnvart fyrri yfirlýsingum og gagnvart mínum innri (vissulega lata) hjólreiðaunnanda. Í einu samviskubitskastinu rakst ég á blogg eftir mann sem sagði frá rafhjólinu sínu sem hann hafði notað sem sitt aðalsamgöngutæki í heilan vetur með tvö leikskólabörn. Það var mikil opinberun fyrir mig að átta mig á því að ég gæti eignast hjól sem kæmi mér upp brekkur og sem rúmaði ekki aðeins mig heldur líka stelpurnar mínar tvær. Fræinu var sáð. Síðastliðið sumar, þegar ég hafði fjárhagslegt svigrúm til og þurfti sökum aðstæðna að velja á milli þess að kaupa annan bíl eða hjól, fjárfesti ég í draumahjólinu. Nú næ ég loksins að gera það sem ég vildi gera strax eftir heimkomu frá Hollandi fyrir fimm árum. Ég fer í vinnuna, sæki stelpurnar í skólann og leikskólann, skutla þeirri eldri á æfingu, fer á fundi um allar trissur og skýst í búðina. Allt á hjóli. Það eru komnir naglar undir og regngallinn er alltaf til taks í töskunni framan á. Ég hef líka komist að því að þótt veðrið geti sannarlega verið leiðinlegt á Íslandi þá er alls ekki einhver hamfaralægð alla daga sem réttlætir það að nota bílinn eins og kápu. Innanbæjar eru vegalengdir og ferðatími líka oft styttri en á bíl. Rafmagnshjól eru frábær kostur fyrir fólk eins og mig: Óvirka hjólreiðaunnendur í ekkert stórkostlegu formi sem hafa takmarkaðan áhuga á því að mæta til vinnu með svitabletti undir höndunum og sjálfstraustið í lágmarki. Með rafstuðningi er ég skyndilega hjólagyðja á ný. Í stað þess að þræla mér út svíf ég upp brekkur höfuðborgarsvæðisins eins og ég sé að láta mig líða meðfram Søerne. Ég nota hjólið fyrst og fremst sem samgöngutæki, en ef mig langar í líkamsrækt get ég minnkað stuðninginn frá mótornum. Ég hvet aðra óvirka hjólreiðaunnendur til að skoða þennan möguleika af alvöru. Rafhjól eru snilld fyrir íslenskar aðstæður og síðan er bara svo gaman að hjóla, umhverfisvænt og hressandi. Innviðirnir eru auðvitað ekki fullkomnir, en þeir eru að batna og munu gera það áfram. Veður er svo oftast ekki vesen ef maður á sæmilegan regngalla og vatnsheldan maskara. Þetta er hægt! Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hjólreiðar Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“. Ég hef ekki alltaf verið svona óvirk, enda búið bæði í Kaupmannahöfn og Hollandi, þar sem hjólreiðamenningin er svo alltumlykjandi að það er menningarsjokk að flytja heim. Mig hefur alltaf dreymt um að geta endurupplifað það frelsi sem felst í hjólreiðum hér á Íslandi. Að geta lifað lífinu og gert það sem ég þarf að gera án þess að þurfa alltaf tvö tonn af málmi til að flytja mig milli staða. Þegar ég flutti aftur frá Hollandi eftir háskólanám var ég þess vegna dugleg að lýsa því yfir að ég ætlaði sko alls ekki að eiga bíl. Ég var staðföst og viss í minni sannfæringu. Boðberi sannleikans. Svo kom fyrsta lægðin. Ég áttaði mig snögglega á því, þar sem ég sat í bíl í einhverskonar krapkenndu syndaflóði á Kringlumýrarbraut, að líklega væru rómantískar hugmyndir mínar um fullkomlega bíllaust líf ekki algjörlega skotheldar. Brekkurnar í Garðabæ hjálpuðu heldur ekki til. Ég hafði talið mig í fínu hjólaformi í hollenska flatlendinu á gírlausa dömuhjólinu mínu, en hin sorglega niðurstaða eftir eina stutta ferð á sama hjóli (sem ég flutti full bjartsýni með mér heim) úr Lundunum niður á Garðatorg var sú að meira að segja Vífilsstaðavegurinn var mér ofviða. Þetta gekk bara ekki upp fyrir mig. Vonlaus draumur. Við konan mín keyptum Ford Kuga (sem enginn getur borið fram án þess að glotta smá), nefndum hann Lella Glans Glans Glans og settum toppbox ofan á og barnabílstól aftur í. Nokkur ár liðu, barnabílstólarnir urðu tveir og hjólið mitt hafði þann eina tilgang að vera fyrir í hjólageymslu blokkarinnar. En samviskubitið plagaði mig allan tímann. Samviskubit gagnvart umhverfinu, gagnvart fyrri yfirlýsingum og gagnvart mínum innri (vissulega lata) hjólreiðaunnanda. Í einu samviskubitskastinu rakst ég á blogg eftir mann sem sagði frá rafhjólinu sínu sem hann hafði notað sem sitt aðalsamgöngutæki í heilan vetur með tvö leikskólabörn. Það var mikil opinberun fyrir mig að átta mig á því að ég gæti eignast hjól sem kæmi mér upp brekkur og sem rúmaði ekki aðeins mig heldur líka stelpurnar mínar tvær. Fræinu var sáð. Síðastliðið sumar, þegar ég hafði fjárhagslegt svigrúm til og þurfti sökum aðstæðna að velja á milli þess að kaupa annan bíl eða hjól, fjárfesti ég í draumahjólinu. Nú næ ég loksins að gera það sem ég vildi gera strax eftir heimkomu frá Hollandi fyrir fimm árum. Ég fer í vinnuna, sæki stelpurnar í skólann og leikskólann, skutla þeirri eldri á æfingu, fer á fundi um allar trissur og skýst í búðina. Allt á hjóli. Það eru komnir naglar undir og regngallinn er alltaf til taks í töskunni framan á. Ég hef líka komist að því að þótt veðrið geti sannarlega verið leiðinlegt á Íslandi þá er alls ekki einhver hamfaralægð alla daga sem réttlætir það að nota bílinn eins og kápu. Innanbæjar eru vegalengdir og ferðatími líka oft styttri en á bíl. Rafmagnshjól eru frábær kostur fyrir fólk eins og mig: Óvirka hjólreiðaunnendur í ekkert stórkostlegu formi sem hafa takmarkaðan áhuga á því að mæta til vinnu með svitabletti undir höndunum og sjálfstraustið í lágmarki. Með rafstuðningi er ég skyndilega hjólagyðja á ný. Í stað þess að þræla mér út svíf ég upp brekkur höfuðborgarsvæðisins eins og ég sé að láta mig líða meðfram Søerne. Ég nota hjólið fyrst og fremst sem samgöngutæki, en ef mig langar í líkamsrækt get ég minnkað stuðninginn frá mótornum. Ég hvet aðra óvirka hjólreiðaunnendur til að skoða þennan möguleika af alvöru. Rafhjól eru snilld fyrir íslenskar aðstæður og síðan er bara svo gaman að hjóla, umhverfisvænt og hressandi. Innviðirnir eru auðvitað ekki fullkomnir, en þeir eru að batna og munu gera það áfram. Veður er svo oftast ekki vesen ef maður á sæmilegan regngalla og vatnsheldan maskara. Þetta er hægt! Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun