Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 21-17 | Meistararnir stigu upp í lokin Dagur Lárusson skrifar 15. október 2022 15:35 Framarar unnu fjögurra marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í dag. Íslandsmeistarar Fram höfðu betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag, 21-17, í viðureign þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn mikið betur en það var andleysi yfir liði Fram fyrstu mínúturnar. Staðan var orðin 1-4 þegar Stefán, þjálfari Fram, fékk sig fullsaddan og tók leikhlé þar sem hann lét stelpurnar sínar heyra það. Eftir leikhléið náði Fram aðeins að rétta úr kútnum varnarlega en sóknarleikur liðsins var enn þá ekki að smella. Þessi kafli leiksins var heldur sérkennilegur þar sem hvorugt liðið náði að skora í hátt í níu mínútur. Fyrsta markið eftir þennan kafla skoraði Madeleine fyrir Fram en þá tók Ragnar leikhlé fyrir Hauka. Þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks þá skiptust liðin á að vera með yfirhöndina en það voru síðan gestirnir sem fóru með forystuna í hálfleikinn, staðan 7-8. Í seinni hálfleiknum var sama uppi á teningnum, bæði lið áttu sína spretti og skiptust á að vera með forystuna. Markverðir liðanna vörðu hvert skotið á fætur öðru og stálu í raun senunni og þá sérstaklega Hafdís í marki Fram en hún var með 24 varin skot í leiknum. Þessi ótrúlega frammistaða Hafdísar virtist vera munurinn á liðunum þegar leikurinn var búinn en Fram átti góðan lokakafla þar sem liðið náði að komast í fjögurra marka forystu og þar við sat. Lokatölur í Framhúsinu 21-17 og því annar sigur Fram kominn í vetur. Af hverju vann Fram? Bæði lið spiluðu frábæra vörn í leiknum en markvarslan hjá báðum liðum einnig upp á tíu. Hafdís varði þó aðeins fleiri skot heldur en Margrét og það virtist vera munurinn á liðunum í lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Það þarf ekki að spyrja að því, Hafdís var maður leiksins með 24 varin skot og Margrét Einarsdóttir var á eftir henni með 16 varin skot. Hvað fór illa? Bæði lið hafa oft á tíðum spilað mikið betri sóknarleik og þar sérstaklega Fram en það var mikið um tapaða bolta hjá liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Stoltur af stelpunum“ Ragnar Hermansson, þjálfari HaukaStöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu allt í þetta,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst þessi leikur spilast svolítið eins og úrslitakeppnis leikur, mikil stemning í þessu og ótrúlega mikið tekið á og barist um hvern einasta bolta og svo voru báðir markverðirnir algjörlega frábærir,“ hélt Ragnar áfram. Ragnar var sérstaklega ánægður með vörnina í leiknum. „Við náum að halda sjálfum Íslandsmeisturunum í aðeins sjö mörkum í fyrri hálfleik og fimm af þeim mörkum voru hraðaupphlaup. Margrét var frábær í markinu.“ „Þetta er svona svolítið púsluspil, þegar eitthvað gengur mjög vel þá gengur kannski eitthvað annað ekki eins vel og það var þannig í dag. Fengum á okkur tvö mjög klisjukennd mörk sem ég hefði viljað sleppa. Ef þú vilt fara með stórlið eins og Haukar eru á toppinn á ný þá þarf allt að ganga upp,“ endaði Ragnar á að segja eftir leik. „Ánægð því þetta virtist hjálpa stelpunum“ Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Fram.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, átti hreint út sagt stórkostlegan leik í marki Fram er liðið hafði betur gegn Haukum í dag. Hafdís varði hvorki meira né minna en 24 skot og var hún auðvitað hæstánægð með sigurinn sem og sinn eigin leik. ,,Þetta var í fyrsta lagi ótrúlega erfiður leikur en við héldum alltaf áfram og það var lykilinn, við héldum alltaf áfram að reyna og reyna,” sagði Hafdís í viðtali við Vísi. ,,Það var baráttan hérna undir lokin sem skilaði sigrinum, við börðumst um hvern einasta bolta og það skilaði sér. Ég er síðan auðvitað mjög ánægð með mína frammistöðu því það virtist hjálpa stelpunum og gaf þeim aukið sjálfstraust inn í sóknarleikinn,” bætti Hafdís við. Olís-deild kvenna Fram Haukar
Íslandsmeistarar Fram höfðu betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag, 21-17, í viðureign þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn mikið betur en það var andleysi yfir liði Fram fyrstu mínúturnar. Staðan var orðin 1-4 þegar Stefán, þjálfari Fram, fékk sig fullsaddan og tók leikhlé þar sem hann lét stelpurnar sínar heyra það. Eftir leikhléið náði Fram aðeins að rétta úr kútnum varnarlega en sóknarleikur liðsins var enn þá ekki að smella. Þessi kafli leiksins var heldur sérkennilegur þar sem hvorugt liðið náði að skora í hátt í níu mínútur. Fyrsta markið eftir þennan kafla skoraði Madeleine fyrir Fram en þá tók Ragnar leikhlé fyrir Hauka. Þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks þá skiptust liðin á að vera með yfirhöndina en það voru síðan gestirnir sem fóru með forystuna í hálfleikinn, staðan 7-8. Í seinni hálfleiknum var sama uppi á teningnum, bæði lið áttu sína spretti og skiptust á að vera með forystuna. Markverðir liðanna vörðu hvert skotið á fætur öðru og stálu í raun senunni og þá sérstaklega Hafdís í marki Fram en hún var með 24 varin skot í leiknum. Þessi ótrúlega frammistaða Hafdísar virtist vera munurinn á liðunum þegar leikurinn var búinn en Fram átti góðan lokakafla þar sem liðið náði að komast í fjögurra marka forystu og þar við sat. Lokatölur í Framhúsinu 21-17 og því annar sigur Fram kominn í vetur. Af hverju vann Fram? Bæði lið spiluðu frábæra vörn í leiknum en markvarslan hjá báðum liðum einnig upp á tíu. Hafdís varði þó aðeins fleiri skot heldur en Margrét og það virtist vera munurinn á liðunum í lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Það þarf ekki að spyrja að því, Hafdís var maður leiksins með 24 varin skot og Margrét Einarsdóttir var á eftir henni með 16 varin skot. Hvað fór illa? Bæði lið hafa oft á tíðum spilað mikið betri sóknarleik og þar sérstaklega Fram en það var mikið um tapaða bolta hjá liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Stoltur af stelpunum“ Ragnar Hermansson, þjálfari HaukaStöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum, þær gáfu allt í þetta,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst þessi leikur spilast svolítið eins og úrslitakeppnis leikur, mikil stemning í þessu og ótrúlega mikið tekið á og barist um hvern einasta bolta og svo voru báðir markverðirnir algjörlega frábærir,“ hélt Ragnar áfram. Ragnar var sérstaklega ánægður með vörnina í leiknum. „Við náum að halda sjálfum Íslandsmeisturunum í aðeins sjö mörkum í fyrri hálfleik og fimm af þeim mörkum voru hraðaupphlaup. Margrét var frábær í markinu.“ „Þetta er svona svolítið púsluspil, þegar eitthvað gengur mjög vel þá gengur kannski eitthvað annað ekki eins vel og það var þannig í dag. Fengum á okkur tvö mjög klisjukennd mörk sem ég hefði viljað sleppa. Ef þú vilt fara með stórlið eins og Haukar eru á toppinn á ný þá þarf allt að ganga upp,“ endaði Ragnar á að segja eftir leik. „Ánægð því þetta virtist hjálpa stelpunum“ Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Fram.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, átti hreint út sagt stórkostlegan leik í marki Fram er liðið hafði betur gegn Haukum í dag. Hafdís varði hvorki meira né minna en 24 skot og var hún auðvitað hæstánægð með sigurinn sem og sinn eigin leik. ,,Þetta var í fyrsta lagi ótrúlega erfiður leikur en við héldum alltaf áfram og það var lykilinn, við héldum alltaf áfram að reyna og reyna,” sagði Hafdís í viðtali við Vísi. ,,Það var baráttan hérna undir lokin sem skilaði sigrinum, við börðumst um hvern einasta bolta og það skilaði sér. Ég er síðan auðvitað mjög ánægð með mína frammistöðu því það virtist hjálpa stelpunum og gaf þeim aukið sjálfstraust inn í sóknarleikinn,” bætti Hafdís við.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti