Innlent

Ís­lendingar eru allt of latir við að skafa þegar veður breytist

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Nú fer veturinn að nálgast og skafan verður nauðsynlegt tól í hverjum bíl.
Nú fer veturinn að nálgast og skafan verður nauðsynlegt tól í hverjum bíl. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið slysalaust fyrir sig að mestu þrátt fyrir breytt veðurfar. Lögreglan segir borgarbúa samt ekki nógu duglega að skafa rúðurnar sínar.

Pétur Sveinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt hafa gengið vel fyrir sig að mestu. Hann nefnir þó leigubílinn sem lenti í Reykjavíkurtjörn í gærmorgun.

Lögreglan minni á nauðsyn þess að skafa rúður og fara varlega í umferðinni. Margir séu nú þegar komnir á nagladekk vegna veðursins. Það sé svo sannarlega refsilaust að skella þeim undir núna.

„Það hefur almennt bara verið þannig með Íslendinginn, við erum allt of, allt of löt við að skafa,“ segir Pétur.

Hann segir að það séu alltaf einhverjir sem geymi það að setja vetrardekkin undir aðeins of lengi, það sé þó svo sannarlega refsilaust að skella þeim undir núna. Margir séu nú þegar komnir á nagladekk vegna veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×