Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 07:31 Neymar þarf að mæta í réttinn á mánudaginn. vísir/Getty Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013. Það er brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem höfðar málið gegn fótboltastjörnunni og að það sækist eftir því að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Neymar er þó ekki eini sakborningurinn í málshöfðuninni því það eru einnig foreldrar hans, fyrrum félög hans, Santos og Barcelona, fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell og fyrrum forseti Santos, Odilio Rodrigues. Neymar faces five-year jail-term request in corruption and fraud trial https://t.co/BgnbgHt3gF pic.twitter.com/BD7wLuYKvX— Reuters (@Reuters) October 14, 2022 Fjárfestingafélagið átti fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos. Þeir halda því fram að þeir hafi misst af miklum pening vegna félagsskiptanna til Barcelona þar sem að Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi falið fyrir fyrirtækinu. DIS eignaðist fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var sautján ára og borgaði fyrir það tvær milljónir evra. Neymar hefur neitað öllum sakargiftum en tókst ekki að fá málinu vísað frá í spænska hæstaréttinum árið 2017 sem opnaði dyrnar fyrir þessu réttarhaldi. Neymar, Barca to stand trial on fraud charges - via @ESPN App https://t.co/tmAnWN0Jfc— John Norris (@Jonnynono) October 13, 2022 Neymar þarf að mæta sjálfur í réttarsalinn á mánudaginn til að gefa vitnisburð en ekki er ljóst hvort hann þurfi að vera öll réttarhöldin sem gætu tekið tvær vikur. Auk þess að hann fái fimm ára fangelsisdóm þá vill fjárfestingafélagið einnig frá tíu milljón evra skaðabætur frá Neymar. Þeir vilja einnig að Rosell og Bartomeu fái fimm ára dóm og samtals sækjast þeir eftir 149 milljónum evra í skaðabætur. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Það er brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem höfðar málið gegn fótboltastjörnunni og að það sækist eftir því að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Neymar er þó ekki eini sakborningurinn í málshöfðuninni því það eru einnig foreldrar hans, fyrrum félög hans, Santos og Barcelona, fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell og fyrrum forseti Santos, Odilio Rodrigues. Neymar faces five-year jail-term request in corruption and fraud trial https://t.co/BgnbgHt3gF pic.twitter.com/BD7wLuYKvX— Reuters (@Reuters) October 14, 2022 Fjárfestingafélagið átti fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos. Þeir halda því fram að þeir hafi misst af miklum pening vegna félagsskiptanna til Barcelona þar sem að Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi falið fyrir fyrirtækinu. DIS eignaðist fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var sautján ára og borgaði fyrir það tvær milljónir evra. Neymar hefur neitað öllum sakargiftum en tókst ekki að fá málinu vísað frá í spænska hæstaréttinum árið 2017 sem opnaði dyrnar fyrir þessu réttarhaldi. Neymar, Barca to stand trial on fraud charges - via @ESPN App https://t.co/tmAnWN0Jfc— John Norris (@Jonnynono) October 13, 2022 Neymar þarf að mæta sjálfur í réttarsalinn á mánudaginn til að gefa vitnisburð en ekki er ljóst hvort hann þurfi að vera öll réttarhöldin sem gætu tekið tvær vikur. Auk þess að hann fái fimm ára fangelsisdóm þá vill fjárfestingafélagið einnig frá tíu milljón evra skaðabætur frá Neymar. Þeir vilja einnig að Rosell og Bartomeu fái fimm ára dóm og samtals sækjast þeir eftir 149 milljónum evra í skaðabætur.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira