Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2022 13:10 Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins. ASÍ Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“ Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“
Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28