Skoðun

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Hrafnhildur P Þorsteins skrifar

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert. 

Nú er svo komið fyrir þessu stóði að þau standa grindhoruð og verulega vannærð og enga vegin tilbúin í veðráttuna sem bíður þeirra. Þau höfðu staðið inni í allt sumar og fengu aldrei að fara á græn tún. Ég vil ekki trúa því að heilu og hálfu samtökin horfi fram hjá þessu. Skepnurnar þjást á meðan það er verið að dunda sér við að kanna innra eftirlit hjá Mast.

Það er svo mikil skömm af þessu. Við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þetta eru um 25 hross sem um ræðir. Ekkert gerist. Nú er svo komið að ég hef sett mig í samband við dýraverndunarsamtök í Þýskaland, þau sömu og birtu myndböndin af blóðmerunum. Ég hef beðið þau um að bíða með að birta þetta í smá tíma. Það er ömurlegt að þurfa fara þessa leið. Við Steinunn vonumst til að heyra frá þér sem fyrst varðandi þetta mál.

Höfundur er hestakona og dýravinur.




Skoðun

Sjá meira


×