Körfubolti

Íslandsmeistararnir sóttu sigur í Breiðholtinu

Atli Arason skrifar
Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur í kvöld.
Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu átta stiga sigur á nýliðum ÍR, 70-78, í Subway-deild kvenna í kvöld.

ÍR-ingar voru að elta leikinn lengst af en tókst þó að vinna fyrsta leikhluta með fjórum stigum, 17-13.

Gestirnir frá Njarðvík náðu að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta með alls tólf stiga sveiflu í gegnum leikhlutan en Íslandsmeistararnir voru átta stigum yfir í hálfleik í stöðunni 30-38.

Njarðvíkingar bættu hægt og rólega í forystu sína í þriðja leikhlutanum en forskot gestanna var mest í 15 stigum áður en heimakonur minnkuðu muninn þangað til 12 stig skildu liðin af fyrir síðasta fjórðunginn, 47-59.

Sigur Njarðvíkur virtist þó aldrei í hættu í síðasta leikhlutanum með Aliyah Collier og Raquel Laniero fremstar í flokki en saman gerðu þær 14 af 19 stigum Njarðvíkur í lokaleikhlutanum og fór svo að Njarðvík vann átta stiga sigur, 70-78.

Aliyah Collier gerði enn eina risa tvennu fyrir Njarðvík í kvöld en Collier skoraði 29 stig og tók 18 fráköst ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Lang besti leikmaður vallarins. Hjá ÍR var Jamie Cherry stigahæst með 19 stig. Cherry tók einnig sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Með sigrinum fer Njarðvík í sex stig eftir fjóra leiki og jafnar Hauka að stigum í 2. sæti deildarinnar. ÍR er á sama tíma í neðsta sæti án stiga eftir fjórar umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×