Til eru vítin að varast Daníel Einarsson skrifar 11. október 2022 20:00 Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber. Mótmælin voru ekki hvað síst tilkomin vegna uppljóstrana á gögnum Uber sem sýndu fram á hvernig fyrirtækið vafði evrópskum stjórnmálaleiðtogum um fingur sér og fékk löggjafa víðs vegar um álfuna til að afregluvæða leigubifreiðaakstur. Í tölvupóstunum viðurkenna forsvarsmenn Uber beinlínis að þeir séu að brjóta lög eins og einn orðar það svo pent: „We’re just fucking illegal.“ Mótmælin í Brussel voru framhald fjölda funda sem átt hafa sér stað víðs vegar um álfuna í kjölfar uppljóstrananna. Evrópskir leigubifreiðastjórar benda á að árum saman hafi legið fyrir að Uber bryti lög en stjórnmálamenn daufheyrst við ábendingum þar að lútandi. Þvert á móti hafi þeir aðstoðað fyrirtækið við að grafa undan heilbrigðu rekstrarumhverfi leigubifreiða í álfunni eins og nú er komið í ljós. Uppljóstranirnar frá í sumar hafa þó hreyft við valdhöfunum og nú er víða rætt um að banna milliliði á borð við Uber ellegar að skilgreina verði bifreiðastjóra Uber sem launamenn en ekki verktaka til að sporna við félagslegum undirboðum sem eru óhjákvæmilega fylgifiskur afregluvæðingarinnar. Stjórnendur Uber hafa haldið því fram að þeir séu aðeins „farveita“ sem tengi saman bifreiðastjóra og farþega. Sam Bouchal, formaður félags leigubifreiðastjóra í Brussel, segir þetta fjarstæðu, Uber sé ekkert annað en starfsemi leigubifreiða utan við lög og rétt og markmið Uber sé beinlínis að rústa félagslegum réttindum á þessu starfssviði til að hámarka gróða sinn. Fulltrúum leigubifreiðastjóra var veitt áheyrn á Evrópuþinginu hinn 8. september sl., sama dag og þeir mótmæltu afregluvæðingu atvinnugreinarinnar og glæpastarfsemi Uber. Það er í senn kaldhæðnislegt og skrýtið að þennan sama dag skyldi samgönguráðherra Íslands mæta í viðtal á Bylgjunni og bjóða Uber velkomið hingað til lands og enn hefur samgönguráðherra lagt fram frumvarp til laga um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs sem gerir Uber og öðrum slíkum alþjóðlegum stórfyrirtækjum kost á að starfa hér á landi. Uppljóstranirnar um glæpastarfsemi Uber ætla í engu að breyta áformum ráðherrans; hann hyggst enn freista þess að keyra frumvarp um afregluvæðingu í gegnum þingið. Frumvarp sem hefur í för með sér að leigubifreiðastjórar verða sviptir lífsviðurværi sínu, atvinnu- og eignarréttindum. Stéttarfélög okkar hafa ítrekað verið hunsuð af yfirvöldum og ekkert tillit tekið til athugasemda okkar sem snúa að því hvernig hægt verði að tryggja hvort tveggja í senn: öryggi almennings og að halda uppi þjónustu við neytendur. Traust leigubifreiðaþjónusta er mikilvægur þáttur í samgönguinnviðum landsins, en því miður vanmetin af mörgum eins og sjá má af frumvarpi samgönguráðherra. Neytendum í nágrannalöndunum var heitið betri þjónustu og lægra verði við afregluvæðinguna en allt kom fyrir ekki. Um þessar mundir stendur fyrir dyrum endurskoðum nýlegra laga í Noregi þar sem leigubifreiðaakstur var afregluvæddur í nóvember 2020 með þeim afleingum að þjónusta hefur versnað til muna og sífellt fleiri bifreiðastjórar sjá sér ekki fært að lifa af akstrinum, en Uber og önnur slík erlend stórfyrirtæki taka stóran skerf af tekjum greinarinnar. Þar með eru gríðarmiklir fjármunir fluttir úr landi að ósekju og um leið er allt skattaeftirlit torveldað. Afraksturinn fyrir bifreiðastjórana í Noregi er orðinn svo lítill að þeir einir gefa sig að akstri sem sætta sig við laun sem eru langt undir lágmarkslaunum. Með afregluvæðingunni er því verið að ýta undir félagsleg undirboð og innleiða „harkhagkerfið“ svokallaða. Orðum þetta bara hreint út: Þetta er liður í að grafa undan íslenskum vinnumarkaði. Íslenskir leigubifreiðastjórar undrast að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli taka málstað erlends stórfyrirtækis sem starfar í skattaskjóli og vegur að eðlilegum rétttindum starfstétta. Við bætist að verð hækkar og þjónusta við neytendur versnar enda tilgangurinn sá einn að hámarka hagnað þessa ameríska stórfyrirtækis sem beitt hefur meðal annars ólögmætum undirboðum til að skapa sér einokunarstöðu. Við leigubifreiðastjórar höfum bent á þetta árum saman og oft verið sakaðir um hræðsluáróður. Uppljóstranirnar um svívirðileg vinnubrögð Uber sýna og sanna að við höfðum rétt fyrir okkur. Það vekur líka upp áleitnar spurningar hvers vegna svo mjög er þrýst á um að greiða leið Uber hingað til lands og engin ástæða til að ætla annað en þetta ameríska stórfyrirtæki hafi í það minnsta reynt að hafa áhrif til breytinga á löggjöf hérlendis líkt og annars staðar í álfunni. Nú þegar samgönguráðherra freistar þess enn einu sinni að keyra frumvarpið í gegnum þingið þurfa kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að spyrja sig hvernig samfélagi við viljum búa í. Við blasir að frumvarpið felur í sér þjónkun við erlent stórfyrirtæki sem sýnt hefur af sér glæpsamlega hegðun víðs vegar um lönd. Verði frumvarpið samþykkt er vegið að lífsafkomu heillar starfstéttar á sama tíma og þjónusta við neytendur og öryggi almennings mun versna til muna. Hér er betur heima setið en af stað farið og fráleitt að gera nokkrar breytingar á starfsumhverfi leigubifreiða fyrr en lokið hefur verið endurskoðun laga þar að lútandi í Noregi. Lærum af mistökum frændþjóðar okkar því til eru vítin að varast. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigubílar Samgöngur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber. Mótmælin voru ekki hvað síst tilkomin vegna uppljóstrana á gögnum Uber sem sýndu fram á hvernig fyrirtækið vafði evrópskum stjórnmálaleiðtogum um fingur sér og fékk löggjafa víðs vegar um álfuna til að afregluvæða leigubifreiðaakstur. Í tölvupóstunum viðurkenna forsvarsmenn Uber beinlínis að þeir séu að brjóta lög eins og einn orðar það svo pent: „We’re just fucking illegal.“ Mótmælin í Brussel voru framhald fjölda funda sem átt hafa sér stað víðs vegar um álfuna í kjölfar uppljóstrananna. Evrópskir leigubifreiðastjórar benda á að árum saman hafi legið fyrir að Uber bryti lög en stjórnmálamenn daufheyrst við ábendingum þar að lútandi. Þvert á móti hafi þeir aðstoðað fyrirtækið við að grafa undan heilbrigðu rekstrarumhverfi leigubifreiða í álfunni eins og nú er komið í ljós. Uppljóstranirnar frá í sumar hafa þó hreyft við valdhöfunum og nú er víða rætt um að banna milliliði á borð við Uber ellegar að skilgreina verði bifreiðastjóra Uber sem launamenn en ekki verktaka til að sporna við félagslegum undirboðum sem eru óhjákvæmilega fylgifiskur afregluvæðingarinnar. Stjórnendur Uber hafa haldið því fram að þeir séu aðeins „farveita“ sem tengi saman bifreiðastjóra og farþega. Sam Bouchal, formaður félags leigubifreiðastjóra í Brussel, segir þetta fjarstæðu, Uber sé ekkert annað en starfsemi leigubifreiða utan við lög og rétt og markmið Uber sé beinlínis að rústa félagslegum réttindum á þessu starfssviði til að hámarka gróða sinn. Fulltrúum leigubifreiðastjóra var veitt áheyrn á Evrópuþinginu hinn 8. september sl., sama dag og þeir mótmæltu afregluvæðingu atvinnugreinarinnar og glæpastarfsemi Uber. Það er í senn kaldhæðnislegt og skrýtið að þennan sama dag skyldi samgönguráðherra Íslands mæta í viðtal á Bylgjunni og bjóða Uber velkomið hingað til lands og enn hefur samgönguráðherra lagt fram frumvarp til laga um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs sem gerir Uber og öðrum slíkum alþjóðlegum stórfyrirtækjum kost á að starfa hér á landi. Uppljóstranirnar um glæpastarfsemi Uber ætla í engu að breyta áformum ráðherrans; hann hyggst enn freista þess að keyra frumvarp um afregluvæðingu í gegnum þingið. Frumvarp sem hefur í för með sér að leigubifreiðastjórar verða sviptir lífsviðurværi sínu, atvinnu- og eignarréttindum. Stéttarfélög okkar hafa ítrekað verið hunsuð af yfirvöldum og ekkert tillit tekið til athugasemda okkar sem snúa að því hvernig hægt verði að tryggja hvort tveggja í senn: öryggi almennings og að halda uppi þjónustu við neytendur. Traust leigubifreiðaþjónusta er mikilvægur þáttur í samgönguinnviðum landsins, en því miður vanmetin af mörgum eins og sjá má af frumvarpi samgönguráðherra. Neytendum í nágrannalöndunum var heitið betri þjónustu og lægra verði við afregluvæðinguna en allt kom fyrir ekki. Um þessar mundir stendur fyrir dyrum endurskoðum nýlegra laga í Noregi þar sem leigubifreiðaakstur var afregluvæddur í nóvember 2020 með þeim afleingum að þjónusta hefur versnað til muna og sífellt fleiri bifreiðastjórar sjá sér ekki fært að lifa af akstrinum, en Uber og önnur slík erlend stórfyrirtæki taka stóran skerf af tekjum greinarinnar. Þar með eru gríðarmiklir fjármunir fluttir úr landi að ósekju og um leið er allt skattaeftirlit torveldað. Afraksturinn fyrir bifreiðastjórana í Noregi er orðinn svo lítill að þeir einir gefa sig að akstri sem sætta sig við laun sem eru langt undir lágmarkslaunum. Með afregluvæðingunni er því verið að ýta undir félagsleg undirboð og innleiða „harkhagkerfið“ svokallaða. Orðum þetta bara hreint út: Þetta er liður í að grafa undan íslenskum vinnumarkaði. Íslenskir leigubifreiðastjórar undrast að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli taka málstað erlends stórfyrirtækis sem starfar í skattaskjóli og vegur að eðlilegum rétttindum starfstétta. Við bætist að verð hækkar og þjónusta við neytendur versnar enda tilgangurinn sá einn að hámarka hagnað þessa ameríska stórfyrirtækis sem beitt hefur meðal annars ólögmætum undirboðum til að skapa sér einokunarstöðu. Við leigubifreiðastjórar höfum bent á þetta árum saman og oft verið sakaðir um hræðsluáróður. Uppljóstranirnar um svívirðileg vinnubrögð Uber sýna og sanna að við höfðum rétt fyrir okkur. Það vekur líka upp áleitnar spurningar hvers vegna svo mjög er þrýst á um að greiða leið Uber hingað til lands og engin ástæða til að ætla annað en þetta ameríska stórfyrirtæki hafi í það minnsta reynt að hafa áhrif til breytinga á löggjöf hérlendis líkt og annars staðar í álfunni. Nú þegar samgönguráðherra freistar þess enn einu sinni að keyra frumvarpið í gegnum þingið þurfa kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að spyrja sig hvernig samfélagi við viljum búa í. Við blasir að frumvarpið felur í sér þjónkun við erlent stórfyrirtæki sem sýnt hefur af sér glæpsamlega hegðun víðs vegar um lönd. Verði frumvarpið samþykkt er vegið að lífsafkomu heillar starfstéttar á sama tíma og þjónusta við neytendur og öryggi almennings mun versna til muna. Hér er betur heima setið en af stað farið og fráleitt að gera nokkrar breytingar á starfsumhverfi leigubifreiða fyrr en lokið hefur verið endurskoðun laga þar að lútandi í Noregi. Lærum af mistökum frændþjóðar okkar því til eru vítin að varast. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun