Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 11:30 Þær Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan léku mæðgurnar Tess og Önnu. Getty/Stephane Cardinale-James Gourley Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54